Lífið

Skjár einn: Sjónvarpsstjórinn hættur

"Það var sameiginleg ákvörðun mín og Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans, að þetta væri besta niðurstaðan," segir Björn Þórir Sigurðsson sem í dag lét af störfum sem sjónvarpsstjóri Símans.

Hann sendi starfsfólki sínu tölvupóst í dag og greindi þeim frá ákvörðun sinni. Björn Þórir segir að aðragandinn að þessari ákvörðun hafi ekki verið langur, rúm vika.

Aðspurður hvað taki við hjá sjónvarpsstjóranum reynslumikla svarar Björn Þórir, sem jafnan er kallaður Bússi: "Nú mun ég taka mér smá tíma og hugsa mín næstu skref. Brátt verða liðinn 17 ár síðan ég hóf afskipti mín af fjölmiðlum og ég vona því að það séu einhverjir sem hafa áhuga á því að fá mig í vinnu.

Ertu búinn að fá einhver tilboð?

"Já, það eru tveir þrír búnir að hringja í mig nú þegar. En það liggur ekkert á."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.