Lífið

Richards vill ekki að dætur „hennar“ dvelji yfir nótt hjá Sheen

MYND/Getty

Bandaríska leikkonan Denise Richards hefur óskað eftir því fyrir dómi að dætur hennar og fyrrum eiginmanns hennar, Charlie Sheen, þurfi ekki að dvelja hjá föður sínum yfir nótt. Richards segir stúlkurnar streitast á móti þegar þær eiga að fara til pabba síns og að þær komi oft heim í miklu uppnámi.

Richards segist hafa áhyggjur af því að Sheen eyði löngum stundum fyrir framan netið við ósæmilega iðju en lögfræðingur hans neitar öllum slíkum ásökunum.

En Sheen hefur kvartað yfir því að Richards reyni að grafa undan sambandi hans við dætur þeirra sem eru tveggja og þriggja ára. Þau Richards og Sheen skildu fyrir ári og hafa átt í hatrömmum deilum síðan. Richards hefur meðal annars sakað Sheen um líkamlegt og andlegt ofbeldi, fíkniefnaneyslu og spilafíkn en Sheen neitar sök.

Í síðasta mánuði óskaði Sheen eftir því að fá að velja þær barnfóstrur sem annast dæturnar á heimili hans sjálfur en dómari hafði áður ákveðið að það val yrði í höndum Richards.

„Það er ljóst að móðir dætra minna hefur engan áhuga á því að taka skynsamlega á málum. Hún lætur eins og hún eigi dætur okkar en ég á þær líka," segir Sheen í yfirlýsingu um málið.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.