Lífið

Verzlingar byggja skóla í Úganda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Knattspyrnulið verzlinga sem ætlar að mæta U17 landsliðinu.
Knattspyrnulið verzlinga sem ætlar að mæta U17 landsliðinu.

Nemendur Verzlunarskóla Íslands safna fyrir byggingu forskóla í Rackoko héraðinu í Norður - Úganda. Verkefnið er unnið í samvinnu við ABC barnahjálp sem þegar hefur staðið fyrir byggingu nokkurra skóla á nálægum slóðum.

Að sögn Helenu Gunnars Marteinsdóttur, formanns Góðgerðarnefndar Verzlunarskólans, gengur verkefnið vel. Hún segir að búið sé að safna hálfri milljón íslenskra króna en áætlað er að verkefnið kosti milljón. Helena segir að búið sé að kaupa lóð en ekki sé ljóst hvenær skólinn verði tilbúinn.

Í tengslum við söfnunina hefur 16 manna knattspyrnulið Verzlunarskólans, skipað stúlkum og piltum, skorað á U17 ára karlalandslið Íslands í knattspyrnu í góðgerðarleik. Leikurinn fer fram á Stjörnuvellinum á morgun og hefst klukkan átta.

Aðgangur áhorfenda kostar ekkert en leikurinn er styrktur af fyrirtækjum sem vilja styðja við uppbyggingu í Úganda. Helena hvetur alla til að mæta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.