Lífið

Jón Gnarr gaf gleraugun sín til góðgerðarmála

Ekki er vitað hvort Lýður Oddsson lottóvinningshafi hyggst fá sér ný gleraugu.
Ekki er vitað hvort Lýður Oddsson lottóvinningshafi hyggst fá sér ný gleraugu.
Jón Gnarr gaf gleraugun sín til uppboðs sem þátturinn Frá A til J á Rás 2 stendur fyrir. Jón var gestur þáttarins í gær. Gleraugun sem um ræðir notaði Jón í gamanleiknum Ég var einu sinni nörd og í Fóstbræðrum, sem sýndir voru á Stöð 2. Hér er því á ferðinni hið eiginlega vörumerki Jóns til margra ára.

Jón valdi hvert ágóðinn skyldi fara og mun hann renna óskiptur til endurhæfingasjóðs Þórðar Inga Guðmundssonar sem liggur meðvitundarlaus eftir slys í Sundlaug Kópavogs í vor. Tekið er á móti tilboðum á aj@ruv.is og hægt er að fylgjast með gangi mála á www.ruv.is/aj.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.