Lífið

Þursaflokkurinn og Caput í Laugardalshöll

Þursarnir í Risarokkkvöldi í Laugardalshöll fyrir 30 árum
Þursarnir í Risarokkkvöldi í Laugardalshöll fyrir 30 árum MYND/GVA

Hinn íslenzki Þursaflokkur og Caput hópurinn munu þann 23. febrúar næstkomandi leiða saman hesta sína og halda tónleika í Laugardalshöll, en um þær mundir fagnar Þursaflokkurinn 30 ára afmæli sínu.

Samtals telja sveitirnar tvær um 30 hljóðfæraleikara og munu þeir flytja öll helstu lög Þursaflokksins í viðhafnarútsetningum. Guðni Franzon hefur verið fenginn til að stjórna hljómsveitinni og þá verður frumflutt ný svíta eftir Ríkarð Örn Pálsson sem mun byggja á Þursamúsíkinni.

Þursaflokkurinn kom fyrst saman í febrúar 1978 og starfaði óslitið til 1982. Tónlist sveitarinnar hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin en hana skipa þeir Ásgeir Óskarsson á trommum, Egill Ólafsson söng- og hljómborðsleikari, Rúnar Vilbergsson á fagott, Tómas Magnús Tómasson á bassa og Þórður Árnason á gítar. Eyþór Gunnarsson verður svo staðgengill Karls Jóhanns Sighvatssonar heitins á Hammond orgelinu.

Í tengslum við tónleikana mun Endurmenntunardeild Háskóla íslands standa fyrir námskeiði þar sem verður fjallað um íslenska tónlistararfinn, hvert Þursar sóttu efniviðinn auk þess sem nýjar útsetningar verða kynntar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.