Lífið

Úrslit Rock Star ekki fyrirfram ákveðin

Guðmundur Magni Ásgeirsson,
Guðmundur Magni Ásgeirsson, MYND/365

Úrslit raunveruleikaþáttarins Rock Star voru ekki fyrirfram ákveðin að sögn Guðmundar Magna Ásgeirssonar, söngvara. Hann segir rangt eftir honum haft á Vísi fyrr í dag að hann hafi talið hið gagnstæða.

„Þetta byggir á misskilningi," sagði Guðmundur Magni Ásgeirsson í samtali við Vísi. „Við vissum alltaf að Lúkas myndi vinna. Ekki vegna þess að við héldum að úrslitin væru fyrirfram ákveðin. Heldur vegna þess að við vissum að Tommy Lee hélt mikið upp á Lúkas. Hljómsveitin réð á endanum hver myndi vinna þáttinn og því grunaði okkur að á endanum myndi Lúkas standa með pálmann í höndunum."

Í frétt á Vísi fyrr í dag var vitnað í viðtal sem tónlistarblaðið Monitor tók við Magna. Í fréttinni var fullyrt að Magni hafi sagt að honum hafi verið snemma ljóst að keppnin hafi verið fyrirfram ákveðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.