Lífið

Merzedes myndbandið er auglýsing fyrir Símann

Svonefnt kynþokkafyllsta myndband heims, Meira frelsi þeirra Merzedes Club liða, er auglýsing fyrir Frelsi, fyrirframgreidda símaþjónstu Símans. Fyrsta sjónvarpsauglýsingin unnin upp úr myndbandinu fer í birtingu í kvöld.

Lífið

Tónleikar til styrktar Dagbjörtu

Tónleikar verðar haldnir til styrktar Dagbjörtu Rós Halldórsdóttur þann 15. maí á skemmtistaðnum Nasa. Eins og greint hefur verið frá í ýmsum fjölmiðlum stendur Dagbjört í harðvítugri forræðisdeilu við bandarískan barnsföður sinn.

Lífið

Pete fær engar heimsóknir í fangelsið

Pete Doherty var hent í steininn á þriðjudag fyrir að hafa ítrekað hunsað tilmæli dómara sem dæmdu hann til áfengismeðferðar vegna ítrekaðra fíkniefnalagabrota. Rokkarinn hefur líklega búist við að vinir hans sýndu aðstæðum hans samúð, en það virðist djúpt á henni.

Lífið

Íslensk hljómsveit sigraði í stórri lagasmíðakeppni

Íslenska unglingasveitin Soundspell sigraði í unglingaflokki einnar stærstu lagasmíðakeppni í heimi, „International Songwriting Contest" með lag sitt Pound. Það voru engar smákanónur meðal dómara í keppninni, en þar má nefna Jerry Lee Lewis, Tom Waits, Frank Black úr Pixies og Robert Smith úr The Cure.

Lífið

Ástfangin uppfyrir haus

Öllum að óvörum virðist samband Parísar Hilton og rokkarans Benji Madden ætla að endast. Hótelerfinginn alræmdi er nú á tónleikaferðalagi með hljómsveit Benjis, Good Charlotte.

Lífið

Merzedes-myndband það tíunda vinsælasta á YouTube

Myndbandið við lag Merzedes Club, Meira frelsi, situr nú í tíunda sæti yfir vinsælustu tónlistamyndböndin á YouTube. Listann skreyta aðrar kanónur úr tónlistaheiminum á borð við Madonnu, Kelly Rowland og Idol keppanda eða fimm.

Lífið

This is My Life meðal vinsælustu Júróvisjónlaganna

Erkifjandi íslendinga, Charlotte Pernelli hin sænska, hefur tekið afgerandi forystu í kosningu um besta Eurovisionlagið þetta árið, þegar átta landsdeildir OGAE, stærsta Evróvisjónaðdáendaklúbbsins, hafa gefið lögunum í keppninni einkunn.

Lífið

Krabbameinsmeðferð Swayze gengur framar vonum

Lyfjameðferð sem leikarinn Patrick Swayze gengst undir vegna krabbameins í brisi gengur framar björtustu vonum, að sögn lækna hans. Swayze og eiginkona hans sögðu í viðtali við People tímaritið að þau væru í skýjunum vegna fréttanna, og þökkuðu aðdáendum fyrir bænirnar og fallegu hugsanirnar.

Lífið

Uppselt á James Blunt í forsölu

Kreppan hefur greinilega ekki mikil áhrif á tónleikaferðir landans enn sem komið er. Forsala miða á tónleika hjartaknúsarans James Blunt hófst með látum í morgun, og kláruðust þeir sjöhundruð miðar sem í boði voru á örskotsstundu.

Lífið

Magni í krísu

Rock-Star hetjan Magni Ásgeirsson hefur vart undan að feta í fótspor stórstjarna í rokkheiminum.

Lífið

"Kynþokkafyllsta myndband heims" komið á netið

,,Ég lofaði kynþokkafyllsta myndbandi í heimi, og nú getur fólk bara séð það,” segir Egill “Gillz” Einarsson, einn meðlima vöðvasveitarinnar Merzedes club. Myndbandið við lag sveitarinnar, Meira frelsi, er nú komið á netið.

Lífið

Mikilmenni við útför „fimmta Bítilsins“

Yoko Ono, meðlimir hljómsveitarinnar the Who og Bítlaframleiðandinn George Martin voru viðstödd jarðaför Neil Aspinall sem gjarnan var nefndur „fimmti Bítillinn.“ Neil sem var vinur Bítlanna til langs tíma og fyrrverandi framkvæmdastjóri var jarðsettur í viðurvist 250 vina og ættingja í St Mary The Virgin kirkjunni í Twickenham í vesturhluta London.

Lífið

Naomi bannað að fljúga með BA

Naomi Campbell hefur verið bannað að fljúga með British Airways eftir deilu um týndan farangur. Talsmaður fyrirsætunnar sagði að hún vonaðist til að hægt væri að leysa deiluna við BA á vingjarnlega hátt. Talsmaður flugfélagsins vildi ekki gefa upplýsingar um einstaka farþega.

Lífið

Kylie: Mér var sagt að ég væri heilbrigð

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur hvatt konur til að fá annað álit lækna gruni þær að þær séu veikar. Í viðtali við bandarísku sjónvarpskonuna Ellen DeGeneres sagði söngkonan að fyrsti læknirinn sem hún hafi leitað til vegna brjóstakrabbameins hefði sagt að hún væri heilbrigð.

Lífið

Síðustu tónleikar Pavarotti sviðsettir

Luciano Pavarotti lék eftir eigin söng á síðustu tónleikum sínum á vetrarólympíuleikunum í Turin árið 2006. Leone Magiera stjórnandi tónleikanna hefur viðurkennt að flutningur hans á laginu Nessun Dorma hafi verið tekinn upp fyrir tónleikana. Raunverulegur flutningur hefði verið „of áhættusamur.“

Lífið

Pamela mað eigin raunveruleikaþátt

Fyrrum strandvörðurinn Pamela Anderson bætist bráðlega í hóp raunveruleikastjarna. Hún fær sinn eigin þátt á sjónvarpsstöðinni E! sem mun bera heitið, Pamela.

Lífið

Námskeið í vínsmökkun

Við tölum oft um vínþrúgur, vínhéruð, eik - en hvernig er best að smakka vín? Er nauðsynlegt að vera sérfræðingur til að læra vínsmökkun? Hvaða eiginleikar víns líkar okkur og hvaða eiginleikar geðjast okkur ekki - og af hverju?

Lífið

Geri Halliwell ástfangin á ný

Kryddstúlkan Geri Halliwell frumsýndi nýja kærastann sinn við upptökur á Idol Gives Back, á sunnudagskvöld. Hinn heppni er Ivan FilipZ Valez og er eldheitur dansari.

Lífið

Madonna vill indverskt barn

Madonna ætlar að ættleiða indverskt barn, samkvæmt heimildum Sun blaðsins. Söngkonan, sem ættleiddi lítinn dreng frá Malaví fyrir tveimur árum, hafði í hyggju að ættleiða stúlku þar, en gafst upp á pappírsvinnunni í kringum ættleiðinguna.

Lífið

Síðasti séns að kjósa Garðar

Á morgun er síðasti dagurinn sem hægt er að kjósa Garðar Thór Cortes til verðlauna á Classical Brit Awards. Björk er eini íslendingurinn sem hefur verið tilnefnd til Brit verðlaunanna en hún er líka sú eina sem hefur unnið verðlaunin til þessa.

Lífið

Beckham gefur tengdó hús

Knattspyrnugoðið David Beckham hefur gefið tengdarforeldrum sínum hús sem hann keypti í Dubai árið 2002. Húsið er á manngerðri eyju sem var látin líta út eins og pálmatré.

Lífið

Charlton Heston látinn

Bandaríski leikarinn Charlton Heston er látinn, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Hann var áratugum saman einn af vinsælustu leikurum heims og lék hlutverk í stórmyndum um allt frá Móses til Michaelangelos.

Lífið

Paul Simon til Íslands

Tónlistarmaðurinn heimskunni Paul Simon bætist í hóp Íslandsvina í sumar, en hann verður með tónleika í Laugardalshöll fyrsta júlí. (LUM) Simon sló gegn á sjöunda áratugnum með félaga sínum Art Garfunkel. Paul Simon samdi margar tónlistarperlur sem lifa góðu lífi, lög eins og Sounds of Silence, Missis Robinson og Bridge over troubled water, svo fáein séu nefnd.

Lífið