Lífið

Krabbameinsmeðferð Swayze gengur framar vonum

Lyfjameðferð sem leikarinn Patrick Swayze gengst undir vegna krabbameins í brisi gengur framar björtustu vonum, að sögn lækna hans. Swayze og eiginkona hans sögðu í viðtali við People tímaritið að þau væru í skýjunum vegna fréttanna, og þökkuðu aðdáendum fyrir bænirnar og fallegu hugsanirnar.

Leikarinn, sem er líklega best þekktur fyrir hlutverk sitt í Dirty Dancing, tilkynnti í síðasta mánuði að hann hefði greinst með krabbamein í brisi, sem ku vera eitt alvarlegasta krabbamein sem maður getur fengið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.