Lífið

Clinton hjónin raka saman milljörðum

Óli Tynes skrifar
Vel gert, elskan.
Vel gert, elskan.

Bill og Hillary Clinton hafa gert það býsna gott síðan þau fluttu úr Hvíta húsinu fyrir átta árum.

Samanlagðar tekjur þeirra á þessu tímabili hafa verið rúmir átta milljarðar króna, eða um einn milljarður króna á ári.

Til samanburðar má geta þess að síðasta árið í Hvíta húsinu voru samanlagðar tekjur þeirra um 26 milljónir króna.

Tæplega helmingur tekna þeirra síðan hefur komið frá fyrirlestrum sem Bill hefur haldið víðsvegar um heiminn. Meðal annars á Íslandi.

Helstu leiðtogar Vesturlanda eru láglaunafólk miðað við það sem gengur og gerist í atvinnulífinu í löndum þeirra.

Þeir geta hinsvegar bætt sér það upp eftir að þeir láta af embætti. Þeir geta þá rakað saman milljörðum króna á ári með fyrirlestraferðum og ráðgjöf.

Sú er til dæmis raunin með Tony Blair, sem veit nú ekki aura sinna tal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.