Lífið

Magni í krísu

Magni Ásgeirsson
Magni Ásgeirsson
Rock-Star hetjan Magni Ásgeirsson hefur vart undan að feta í fótspor stórstjarna í rokkheiminum. Hann bregður sér í líki Mick Jagger þegar margir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins leika lög Rolling Stones á föstudaginn á Players í Kópavogi.

Og eins og komið hefur fram í fjölmiðlum mun Magni einnig stíga á svið sem Freddy heitinn Mercury í sérstakri söngskemmtun Fjölbrautaskóla Suðurlands en þar verða lög hinnar bresku Queen flutt.

„Ég hlýt að vera í einhverri krísu um hver ég er,“ segir Magni léttur þegar Fréttablaðið nær tali af honum.

Magni er ekki í vafa um hvor sé betri, Jagger eða Mercury. „Freddie Mercury hefur sigur þegar kemur að bæði hæfileikum og sviðsframkomu. Hins vegar hefur Jagger vinninginn í töffaraskap,“ segir Magni. Hann fæst aftur á móti ómögulega til að gefa upp hvor hljómsveitin sé betri.

„Óneitanlega eru lagasmíðar Queen mun merkilegri og metnaðarfyllri því Stones eru bara að spila þriggja gripa, sóðalegan blús,“ segir Magni, sem setur þessar tvær hljómsveitir á stall með Bítlunum.

„Þær eru fremstar í sínum flokki þótt ólíkar séu; Stones og Bítlarnir eru frumkvöðlarnir og eru áhrifamestar enda fundu þær upp nútíma rokk/popp-tónlist.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.