Lífið

Jay-Z og Beyonce skreyta fyrir fúlgur fjár

Það dugar ekkert slor fyrir Beyonce.
Það dugar ekkert slor fyrir Beyonce.
Hvorki meira né minna en sextíu þúsund hvítar orkídeur þurfti til að skreyta íbúð rapparans Jay-Z fyrir brúðkaup hans og Beyonce um helgina.

Amy Vongpitaka, eigandi blómabúðar í smáþorpinu Nok Nok Khai í Taílandi sagði við E! Online að hundrað þúsund orkídeur hefðu verið klipptar í síðustu viku fyrir brúðkaupið, en einungis þær 60 þúsund bestu hefðu ratað til New York til að skreyta í brúðkaupinu.

Þar tók blómaskreytingarhönnuður við þeim, og fléttaði þær í blómsveiga sem héngu úr loftunum. Að sögn Amy eru orkídeurnar fyrsta flokks, sömu gerðar og þær sem kóngurinn í Taílandi kaupir í hverjum mánuði. Hún vildi ekki gefa upp hvað þær kostuðu, en samkvæmt útreikningum E! gæti kostnaðurinn hlaupið á tveimur milljónum dollara, eða sem samsvarar um 150 milljónum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.