Lífið

Naomi bannað að fljúga með BA

Naomi Campbell hefur verið bannað að fljúga með British Airways eftir deilu um týndan farangur. Talsmaður fyrirsætunnar sagði að hún vonaðist til að hægt væri að leysa deiluna við BA á vingjarnlega hátt. Talsmaður flugfélagsins vildi ekki gefa upplýsingar um einstaka farþega.

Campbell var handtekin vegna gruns um að ráðast á lögreglumann og seinna sleppt gegn tryggingu eftir að hún var tekin úr flugi á Heathrow flugvelli. Hún var á leið til Los Angeles.

Talsmaður British Airways sagði að öll móðgandi eða svívirðileg atvik gegn öðrum farþegum eða starfsfólki séu tekin mjög alvarlega og verði ekki liðin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Campbell lendir í kasti við lögin.

Á síðasta ári þurfti hún að skúra gólf í fimm daga sem hluta af samfélagsþjónustu sem hún var dæmd til að inna af hendi í New York. Þá hafði hún hent farsíma í húshjálp sína í rifrildi út af gallabuxum.

Henni var einnig fyrirskipað að sitja reiðistjórnunarnámskeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.