Lífið

Mikilmenni við útför „fimmta Bítilsins“

Neil Aspinall lést úr lungnakrabbameini í New York.
Neil Aspinall lést úr lungnakrabbameini í New York. MYND/AP

Yoko Ono, meðlimir hljómsveitarinnar the Who og Bítlaframleiðandinn George Martin voru viðstödd jarðaför Neil Aspinall sem gjarnan var nefndur „fimmti Bítillinn." Neil sem var vinur Bítlanna til langs tíma og fyrrverandi framkvæmdastjóri var jarðsettur í viðurvist 250 vina og ættingja í St Mary The Virgin kirkjunni í Twickenham í vesturhluta London.

Stella McCartney, Barbara Back kona Ringo Starr og Pete Best sem var eitt sinn í bandinu voru einnig viðstödd útförina. Paul McCartney var í útlöndum þegar athöfnin fór fram en sendi blóm samkvæmt heimildum BBC.

Pete Townsend gítaristi the Who spilaði á gítar við lag Bob Dylan, Mr Tambourine Man og aftur við Bítlalag George Harrison My Sweet Lord sem spilað var við lok athafnarinnar.

Aspinall byrjaði sem rótari Bítlanna og sinnti ýmsum störfum þar til hann varð framkvæmdastjóri Apple Corps Ltd útgáfufyrirtækis þeirra. Það var hann sem átti upphafið að fyrstu þremur málsóknunum á hendur Apple Inc for brot á vörumerkjalögum.

Neil lést á Memorial Sloan-Kettering krabbameinssjúkrahúsinu í New York þar sem hann var meðhöndlaður við lungnakrabbameini.


Tengdar fréttir

„Fimmti Bítillinn“ látinn

Neil Aspinall náinn vinur Bítlanna og maðurinn sem stjórnaði Apple music veldi hljómsveitarinnar er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti um andlát hans í dag. Neil var 66 ára gamall. Hann vann sem rótari hljómsveitarinnar og bókhaldari áður en hann varð framkvæmdastjóri Apple Corps. Hann var einnig þekktur sem „Fimmti Bítillinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.