Lífið

Uppselt á James Blunt í forsölu

Kreppan hefur greinilega ekki mikil áhrif á tónleikaferðir landans enn sem komið er. Forsala miða á tónleika hjartaknúsarans James Blunt hófst með látum í morgun, og kláruðust þeir sjöhundruð miðar sem í boði voru á örskotsstundu.

Tónleikarnir fara fram í nýjum sal Laugardalshallarinnar þann tólfta júní. 3500 miðar eru í boði í heildina, og hefst almenn sala á morgun klukkan tíu. Miða má nálgast á miða.is og sölustöðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.