Lífið

Merzedes myndbandið er auglýsing fyrir Símann

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Svonefnt kynþokkafyllsta myndband heims, Meira frelsi þeirra Merzedes Club liða, er auglýsing fyrir Frelsi, fyrirframgreidda símaþjónstu Símans. Fyrsta sjónvarpsauglýsingin unnin upp úr myndbandinu fer í birtingu í kvöld.

„Merzedes Club kom til okkar með hugmynd, og úr þeirri hugmynd varð þetta myndband til," segir Linda Björk Waage upplýsingafulltrúi Símans. Aðspurð hvort frekara samstarfs við Merzedes Club sé að vænta segir Linda ekkert slíkt í pípunum. Þetta hafi þó heppnast með eindæmum vel.

„Okkar fólk er gríðarlega ánægt með viðtökurnar," segir Linda. Myndbandið, sem skartar fáklæddum Merzedes liðum og stúlkum í þröngum æfingagöllum, hefur hlotið gríðarlega athygli. Í dag höfðu rúmlega fimmtíu þúsund manns horft á það á YouTube, en í gær sat það í tíunda sæti yfir vinsælustu myndböndin á síðunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.