Lífið

Námskeið í vínsmökkun

Við tölum oft um vínþrúgur, vínhéruð, eik - en hvernig er best að smakka vín? Er nauðsynlegt að vera sérfræðingur til að læra vínsmökkun? Hvaða eiginleikar víns líkar okkur og hvaða eiginleikar geðjast okkur ekki - og af hverju?

Vínsmökkun er ánægja sælkerans en Dominique Plédel mun deila þessari ánægju með þátttakendum námskeiðsins og leiða þá inn leyndardóma vínsins. Því næst mun hún beina athyglinni að Bordeaux héraðinu sem er viðmið í vínumræðu um heim allan.

Námskeiðið fer fram á íslensku og er í tvo daga, frá kl. 19:00 til 21:00 þriðjudaginn 15. apríl og miðvikudaginn 16. apríl í Alliance française í Reykjavík, Tryggvagötu 8.

Verð: 6.900 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.