Lífið

Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur með tónleika

Karlakór Reykjavíkur
Karlakór Reykjavíkur

Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur halda sína árlegu vortónleika

n.k. sunnudag, 13. apríl kl. 17.00 í Bústaðakirkju. Gestakór verður; Karlakórinn Þrestir - eldri félagar.

Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, Friðrik S. Kristinsson stjórnar nú

eldri félögum kórsins einnig og þá má geta þess, að Friðrik stjórnar einnig Drengjakór Reykjavíkur. Hann leiðir því saman þrjár kynslóðir í söngnum.

Einsöngvari er; Ásgeir Eiríksson bassi, en hann hefur margoft komið

fram með Karlakór Reykjavíkur sem einsöngvari. Undirleik annast; Anna Guðný Guðmundsdóttir.

Lagavalið tekur mið af vorkomunni og sumrinu framundan, enda hafa sumir félaganna verið eins konar vorboðar í hálfa öld með söng sínum.

Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og miðinn kostar 1500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.