Lífið

"Kynþokkafyllsta myndband heims" komið á netið

Gillz og Ceres 4 óvenjulega mikið klæddir.
Gillz og Ceres 4 óvenjulega mikið klæddir.

,,Ég lofaði kynþokkafyllsta myndbandi í heimi, og nú getur fólk bara séð það," segir Egill "Gillz" Einarsson, einn meðlima vöðvasveitarinnar Merzedes club. Myndbandið við lag sveitarinnar, Meira frelsi, er nú komið á netið.

Femínistar hafa löngum legið Gillz á hálsi fyrir kvenfyrirlitningu. Hann segir jafnréttissjónarmið hafa verið í hávegum höfð við gerð myndbandsins, þar sem hálfnaktar stúlkur og jafnvel enn minna klæddir drengir spranga um í nokkurn veginn jöfnum hlutföllum. ,,Þarna fá allir eitthvað fyrir sinn snúð," segir Gillz, ,,Ég trúi ekki að femínistar verði fúlir yfir þessu".

Myndbandið var frumsýnt í Laugarásbíói í gær, og að sögn Gillz voru viðtökurnar ótrúlegar. ,,Það varð allt vitlaust í salnum," segir hann, og bætir við að fólk hafi hreinlega öskrað af hrifningu. ,,Þarna er náttúrulega gríðarlegur kynþokki," segir Gillz, sem er ekki í nokkrum vafa um að annað eins myndrænt frygðarlyf hafi aldrei verið framleitt.

Hægt er að berja herlegheitin augum hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.