Lífið

Íslensk hljómsveit sigraði í stórri lagasmíðakeppni

MYND/Af Myspace síðu Soundspell

Íslenska unglingasveitin Soundspell sigraði í unglingaflokki einnar stærstu lagasmíðakeppni í heimi, „International Songwriting Contest" með lag sitt Pound. Það voru engar smákanónur meðal dómara í keppninni, en þar má nefna Jerry Lee Lewis, Tom Waits, Frank Black úr Pixies og Robert Smith úr The Cure.

Afrekið er ekki lítið, en fleiri en fimmtán þúsund lög bárust í keppnina, og voru flestir keppinautar drengjanna í unglingaflokknum undrabörn í fullu starfi við tónlist. Samkvæmt 245.is, sem fjallaði um sigurinn í gær, er því aðeins öðruvísi háttað hjá Soundspell. Strákarnir eru allir í námi, og hefur hljómsveitin æft á elliheimili, í líkamsræktarstöð og bílskúr.

Skoða má sveitina nánar á Myspace síðu þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.