Lífið

Kylie: Mér var sagt að ég væri heilbrigð

Kylie Minogue á tónleikum.
Kylie Minogue á tónleikum. MYND/Getty Images

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur hvatt konur til að fá annað álit lækna gruni þær að þær séu veikar. Í viðtali við bandarísku sjónvarpskonuna Ellen DeGeneres sagði söngkonan að fyrsti læknirinn sem hún hafi leitað til vegna brjóstakrabbameins hefði sagt að hún væri heilbrigð.

„Þótt að einhver sé í hvítum slopp með stór læknatæki þýðir það ekki endilega að hann hafi rétt fyrir sér," sagði hin 39 ára stjarna sem tilkynnti árið 2005 að hún væri með brjóstakrabbamein.

Hún bætti við að hún hefði haldið áfram Showgirl tónleikaferðalagi sínu eftir að læknirinn sagði henni að hún væri fullkomlega heilbrigð. Hún sagðist ennfremur hafa heyrt sögur annarra kvenna sem hefðu leitað til lækna til að fá greiningu, en þeim verið sagt að þær væru heilbrigðar.

„Ég vil ekki hræða fólk, en þetta er bara staðreynd," sagði hún í viðtalinu.

DeGeneres upplýsti í þættinum að hún hefði sjálf fundið ber í brjósti örstuttu eftir að hafa farið í brjóstamyndatöku þar sem allt virtist eðlilegt.

Minogue varaði aðrar konur við: „Þið verðið að fylgja eigin innsæi og ef þið hafið minnsta grun að fara aftur."

Á síðasta ári sagði hún frá því hvernig reiðin yfir því að hafa krabbamein hefði gefið henni kraft til að taka upp plötu eftir að hún kláraði meðferð.

Stuttu eftir greiningu söngkonunnar tilkynntu sérfræðingar að konur væru meira vakandi um brjóstakrabbamein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.