Lífið

Rúnar hlaut ekki verðlaun í Cannes

Rúnar Rúnarsson hlaut ekki verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes en hann var meðal þeirra sem tilnefndir voru fyrir bestu stuttmyndina. Tilkynnt var um sigurvegara hátíðarinnar í kvöld og var franska myndin Entre les murs, eða Bekkurinn, valin besta mynd hátóðarinnar.

Lífið

Páll Óskar stoltur af Serbíuförum

„Hjartað í mér er að springa úr stolti yfir íslensku keppendunum og ég held að öll þjóðin sé sammála mér um það að þau hafi gert þetta með þvílíkum glæsibrag,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í söngvakeppnina í gær.

Lífið

Glæsivilla Andrew prins fór á 2,1 milljarð

Kasakkinn Kenes Rakishev, 29 ára gamall auðkýfingur og orkuveitueigandi, keypti glæsivillu Andrew prins, Sunninghill Park, í haust. Kaupverðið var 15 milljónir punda, jafnvirði um 2,1 milljarðs íslenskra króna.

Lífið

Ísland í fjórtánda sæti, keppnin í Moskvu að ári

Þrátt fyrir stórkostlega frammistöðu á sviðinu í Belgrad tókst Eurobandinu ekki að tryggja íslandi langþráðan sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ísland var í fjórtánda sæti af þeim 23 þjóðum sem áttu sæti í úrslitunum, og hlaut einungis tólf stig frá einni þjóð - frændum okkar Dönum.

Lífið

Opna fasteignasölu á meðan aðrir loka

Telma Róbertsdóttir segist í hreinskilni aldrei hafa verið neitt sérstaklega í takt við alla hina. Í dag stendur hún undir nafni og opnar fasteignasölu ásamt systur sinni. Telma hefur verið fasteignasali í fimm ár og hefur lengi haft þann draum að opna eigin sölu. Opnunarpartý fasteignasölunnar, Húsin í borginni, verður haldið niður á Klapparstíg 5 klukkan 17:00 í dag.

Lífið

Byrjaður að spá hvar á að halda Eurovision

„Svona í einlægni sagt þá hef ég velt því fyrir mér já," segir Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri Ríkissjónvarpssins, aðspurður hvort hann hafi leitt hugann að því hvar í Reykjavík eigi að halda Eurovision að ári.

Lífið

Nýir sparibaukar?

Við tökum enga ábyrgð á sannleiksgildi þeirrar fréttar að íslensku bankarnir hafi sameinast um nýja sparibauka.

Lífið

Angelina veitir klámdrottningu innblástur

Angelina Jolie hefur tekist á undraverðan hátt að breyta ímynd sinni frá því að vera uppáhalds vandræðabarn Hollywood, yfir í að vera einhverskonar kynþokkafull og barnmörg útgáfa af móður Teresu. Þetta vill klámmyndaleikkonan Jenna Jameson nú leika eftir.

Lífið

Þrír vinir frá Hvammstanga gera þætti í Ameríku

„Þetta verður bara tekið á yfirdrætti, allir sem ætluðu að styrkja okkur drógu það til baka þegar kreppan greip þá," segir Sigurður Hóm Arnarson sem er á leiðinni til smábæja í Bandaríkjunum ásamt tveimur félögum sínum að gera sjónvarpsþætti.

Lífið

J-Lo og Marc passa börnin sjálf

Jennifer Lopez og Marc Anthony ætla að sjá um tvíburana sína ein og óstudd, án aðstoðar barnfóstru. Þetta þykir miklum tíðindum sæta vestanhafs, enda ekki á stórstjörnur leggjandi að skipta um bleyjur og tína upp leikföng eins og sauðsvartur almúginn.

Lífið

Árangurinn kom pínulítið á óvart

Örlygur Smári höfundur lagsins „This is my life" var að vonum hæstánægður þegar Vísir hafði samband við hann í kvöld. Sem kunnugt er komst Íslands áfram í aðalkeppni Eurovision sem verður haldin á laugardagskvöld.

Lífið

Ísland komst áfram!

Eurobandið kom, sá, og söng sér leið inn í hug og hjarta Evrópu í undankeppni Evróvisjón í kvöld. Þau Regína og Friðrik Ómar voru fyrst á svið, sem almennt er talið óheillamerki í keppnum sem þessum, en voru enga að síður meðal tíu efstu, og öðlast því þáttökurétt fyrir hönd Íslendinga í aðalkeppninni á laugardag. Undankeppnin í kvöld þótti mun sterkari en sú sem var á þriðjudag, og má afrek Eurobandsins því teljast stórt.

Lífið

Nítjánda opnaði í dag

Nítjánda, veitingastaður og veisluþjónusta á tveimur efstu hæðum Turnsins á Smáratorgi opnaði í dag. Um þrjúhundruð manns voru í opnunarveislu á staðnum og nutu veitinga og útsýnisins.

Lífið

Bang Gang tekur yfir MySpace

Í tilefni að væntanlegri plötu Bang Gang, Ghosts from the past, var Myspace í Frakklandi með hljómsveitina á forsíðu sinni í síðustu viku. Í tilefni þess var síða Bang Gang á vefnum tekin í gegn og gefst notendum meðal annars kostur á að forhlusta á titllag plötunnar: Ghost from the past. Búið er að bóka Bang Gang á nokkrar tónlistarhátíðir í Frakklandi í sumar og er svo Evróputúr fyrirhugaður í september og október. Plata Bang Gang kemur út 29.maí næstkomandi á Íslandi.

Lífið

Geiri ekki að hætta með Goldfinger

Ásgeir Davíðsson sem alltaf er kallaður Geiri er hættur við að opna skemmtistað í gamla Búnaðarbankanum í Austurstræti. Í staðinn opnar hann glæsilegan stað á Grensásveginum sem mun bera nafnið, Steak and Play. Geiri er langt frá því að hætta í bransanum.

Lífið

Góður stígandi í atriðinu fyrir kvöldið

Það lítur því út fyrir að það sé góður stígandi í atriðinu og vonandi næst toppurinn á laugardaginn í úrslitunum því þangað setjum við að sjálfsögðu stefnuna, segir Örlygur Smári lagahöfundur þegar Vísir hefur samband við hann.

Lífið

Enginn tími fyrir partíin, segir Sigmar

Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður hefur í nógu að snúast við að undirbúa sig fyrir viðamikið hlutverk sem er að lýsa fyrir landanum seinni undanriðlinum í Belgrad sem hefst klukkan 19 í kvöld.

Lífið

Fokdýrir tvíburar Brangelinu

Það er ekki ókeypis að eignast börn. Þetta vita Angelina Jolie og Brad Pitt. Þau hafa sett til hliðar litlar 20 milljónir dollara til að fæða tvíburana sína sómasamlega í Frakklandi.

Lífið