Lífið

Glæsivilla Andrew prins fór á 2,1 milljarð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Andrew prins, hægra megin, tekur í hönd Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.
Andrew prins, hægra megin, tekur í hönd Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. MYND/BBC

Kasakkinn Kenes Rakishev, 29 ára gamall auðkýfingur og orkuveitueigandi, keypti glæsivillu Andrew prins, Sunninghill Park, í haust. Kaupverðið var 15 milljónir punda, jafnvirði um 2,1 milljarðs íslenskra króna.

Rakishev keypti húsið í félagi við tengdaföður sinn sem er fyrrverandi forsætisráðherra Kasakstan. Tólf svefnherbergi eru í húsinu sem var á sínum tíma brúðkaupsgjöf Bretadrottningar til Andrew og Söru Ferguson árið 1986. Kaupin voru látin liggja í þagnargildi þar til fyrir skömmu.

Andrew prins kynntist Rakishev á ferðalögum sínum til Kasakstan en þangað hefur hann farið í þrjár opinberar heimsóknir síðan árið 2003. Kaupverðið, sem reyndar er þremur milljónum hærra en þær 12 milljónir punda sem settar voru upp fyrir eignina, rennur óskipt til prinsins þar sem Sara Ferguson afsalaði sér eignarhluta sínum í húsinu eftir skilnaðinn.

Times greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.