Lífið

Glamúrmódelið Jordan ætlar á Ólympíuleikana

Fyrirsætan og glamúrkvendið Jordan á sér draum. Og engan smá draum. Hana langar að keppa á ólympíuleikunum 2012.

Eiginmaður hennar, hjartaknúsarinn Peter Andre, gaf sinni heittelskuðu hest í þrítugsafmælisgjöf á dögunum. Hrossið, sem nefnist Dana, er sagt mikið gæðaeintak og líklegt til stórafreka í keppnum. Jordan, sem heitir víst Katie Price, ætlar nú að hefja stífar æfingar, með það fyrir augum að keppa á hrossinu á Ólympíuleikunum í london að fjórum árum liðnum.

Jordan, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir flest annað en íþróttaiðkun, á þrjátíu ekra landssvæði sem hún nýtir til að viðra dýrið. Hún sagði í viðtali við The Sun í vetur að hún hefði stundað hestamennsku frá ellefu ára aldri, og vissi fátt skemmtilegra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.