Lífið

J-Lo og Marc passa börnin sjálf

Jennifer Lopez og Marc Anthony ætla að sjá um tvíburana sína ein og óstudd, án aðstoðar barnfóstru. Þetta þykir miklum tíðindum sæta vestanhafs, enda ekki á stórstjörnur leggjandi að skipta um bleyjur og tína upp leikföng eins og sauðsvartur almúginn.

Samkvæmt heimildum Us Weekly voru þau þó með barnapíu, en hún hætti skyndilega í apríl. Tóku hjónakornin þá þá ákvörðun að kljást við þetta erfiða verkefni sjálf, og hafa af þeim sökum ákveðið að minnka við sig vinnu. Vangaveltur eru þó uppi um að ákvörðunin sé þó fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis, og að þau hugleiði að gera raunveruleikaþátt um heimilislífið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.