Lífið

Whitaker væntanlegur í Þjóðleikhúsið í mars

Forest Whitaker verður líklega hér á landi í mars. Mynd/ AFP
Forest Whitaker verður líklega hér á landi í mars. Mynd/ AFP
Gert er ráð fyrir Forest Whitaker muni stíga á fjalir Þjóðleikhússins í hlutverki Oþellos í mars á næsta ári, gangi samningar eftir. Ef af verður mun Baltasar Kormákur leikstýra verkinu.

„Við getum sagt að viðræður um þetta séu í gangi," segir Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri. Hún segir að um sé að ræða samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Barbican leikhússins í London. Það sé Barbican leikhúsið sem sjái um samninga við Whitaker.

Tinna segir að gert sé ráð fyrir að verkið verði frumsýnt hér í mars og sýningar verði 12 talsins. Síðan verði verkið sýnt í London á ensku, eingöngu með íslenskum leikurum auk Whitakers.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.