Lífið

Byrjaður að spá hvar á að halda Eurovision

„Svona í einlægni sagt þá hef ég velt því fyrir mér já," segir Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri Ríkissjónvarpssins, aðspurður hvort hann hafi leitt hugann að því hvar í Reykjavík eigi að halda Eurovision að ári.

Þóhallur segir allt hið besta að frétta af hópnum. Eurobandið hafi nýlokið fyrstu æfingu sinni fyrir morgundaginn og hafi hreinlega verið frábær. Hann er fullur bjartsýni á að vel gangi á morgun, og veðbankar virðast vera honum sammála.

„Það eru allskonar spádómar í gangi en fólk virðist hafa nokkuð góða trú á okkur, við virðumst að jafnaði vera meðal tíu efstu hjá flestum sem eru að spá. Sjálfur segist Þórhallur allt eins trúa því að þau Regína og Friðrik geti unnið keppnina. „Ég reyndar hef trú á því, það þýðir ekki að það endilega gerist" Ég er dálítið trúaður á að við verðum þarna meðal efstu þjóða að minnsta kosti, svo kemur bara í ljós hvort þau ná alla leið."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.