Lífið

Nítjánda opnaði í dag

sev skrifar
Nítjánda, veitingastaður og veisluþjónusta á tveimur efstu hæðum Turnsins á Smáratorgi opnaði í dag. Um þrjúhundruð manns voru í opnunarveislu á staðnum og nutu veitinga og útsýnisins.

Upprunalega átti að opna staðinn fyrir áramót, en á ýmsu hefur gengið sem seinkað hefur opnuninni. Skemmst er til dæmis að minnast brunans sem varð í turninum kvöld eitt í byrjun apríl. Óskar Finnsson veitingamaður, sagði í viðtali sem birtist í Íslandi í dag á eftir að menn hafi haldið að það væri grín þegar brunavarnarbjöllurnar fóru í gang.

Fljótlega áttuðu menn sig á því að alvara var á ferð, og vel gekk að rýma staðinn, en Mata var með fund í öðrum enda staðarins, Byr í hinum. Þeir Mata-menn hafi verið við það að klára sinn fund og því einfaldlega pakkað saman og farið heim. Starfsfólk Byrs hafði þó hvergi nærri lokið sínu kvöldi, og brá því á það ráð að bíða á Friday's í Smáralindinni á meðan verið var að ráða niðurlögum eldsins. Þegar farið var að nálgast miðnætti sneri það aftur í Turninn, kláraði matinn, og skemmti sér fram á rauða nótt. „Við segjum að þetta hafi verið svona gala dinner með Friday's ívafi," segir Óskar kíminn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.