Lífið

Rúnar hlaut ekki verðlaun í Cannes

Lauren Cantet, leikstjóri Entre les murs, er hér ásamt höfundinum og leikaranum Francois Begaudeau og nemendum úr myndinni.
Lauren Cantet, leikstjóri Entre les murs, er hér ásamt höfundinum og leikaranum Francois Begaudeau og nemendum úr myndinni. MYND/AP

Rúnar Rúnarsson hlaut ekki verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes en hann var meðal þeirra sem tilnefndir voru fyrir bestu stuttmyndina. Tilkynnt var um sigurvegara hátíðarinnar í kvöld og var franska myndin Entre les murs, eða Bekkurinn, valin besta mynd hátóðarinnar.

Henni leikstýrði Laurent Cantet en myndin er byggð á sjálfsævisögu kennarans Francois Begaudeau. Hann leikur jafnframt aðalhlutverkið og sömuleiðis raunverulegir nemar en fylgst er með þeim í eitt ár.

Þá fékk ítalska myndin Il Divo sérstök verðlaun dómnefndar en hún er eftir Paolo Sorrentino og þar er dregin upp mynd af fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Guilio Andreotto.

 

 

Benicio Del Toro var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í mynd Stevens Soderberghs um byltingarleiðtogann Che Guevara og tileinkaði Del Toro leiðtoganum látna verðlaunin. Brasilíska leikkonan Sandra Corvelini hlaut hins vegar verðlaun fyrir bestan leik í kvenhlutverki í myndinni Line of Passage. Þá hlutu Clint Eastwood og Catherine Deneuve verðlaun fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum.
Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri.MYND/Pjetur

Smáfuglar, mynd Rúnars Eyjólfs Rúnarssonar, var meðal þeirra sem tilnefndar voru í flokki stuttmynda en hann varð að lúta í lægra haldi fyrir myndinni Megatron eftir Marian Crisan.

Eftir að kvikmyndahátíðinni í Cannes lauk var ný mynd Barrys Levinson, What Just Happened?, frumsýnd. Hún fjallar um kvikmyndaframleiðanda í Holliywood sem reynir að blása lífi í feril sinn. Með aðalhlutverk fara Robert De Niro, Bruce Willis og Sean Penn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.