Lífið

Með flottustu kollu sem sést hefur í háa herrans tíð

Sverrir Stormsker hitar upp ásamt hljómsveit fyrir Johnny Logan á Broadway í kvöld.

"Johnny Lókur segist aldrei hafa kynnst áhugaverðari draugabæ en Reykjavík. Hann skveraði sér í Bláa Lónið í gær. Fyrst hélt hann reyndar að hann væri að fara á einhverja bláa mynd en svo sá hann hvers kyns var og lét sig hafa það," svarar Sverrir Stormsker þegar Vísir spyr hann hvernig Johnny Logan eyðir frítíma sínum á Íslandi.

"Svo reyndi hann að fara að skemmta sér í gærkvöldi en bærinn var náttúrlega steindauður einsog venjulega á virkum dögum þannig að hann fór bara að sofa einsog borgin. En hann sagði að það væri mjög gott að sofa á Íslandi."

"Ég hvet alla til að koma og sjá kappann á Brodway í kvöld. Hann er með einhverja flottustu kollu sem ég hef séð í háa herrans tíð."

Þau höfðu greinilega gaman af þessu, segir Sverrir.

"Ég óska Eurobandinu til hamingju með að hafa komist upp úr forkeppninni, drullupyttinum," segir Sverrir þegar talið berst að velgengni Eurobandsins í Belgrad.

"Það var ótrúlega gott hjá þeim að geta munað lagið, því ég veit um engan annan sem getur það."

"Þau stóðu sig bara alveg ljómandi vel, einsog húsmæðurnar segja, brostu vel og vandlega og dilluðu sér af mikilli fagmennsku og höfðu greinilega gaman af þessu."

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.