Lífið

Þrír vinir frá Hvammstanga gera þætti í Ameríku

Breki Logason skrifar
Halldór Einar Gunnarsson, Sigurður Hólm Arnarson og Daníel Geir Sigurðsson eru á leið til Bandaríkjanna að gera sjónvarpsþætti.
Halldór Einar Gunnarsson, Sigurður Hólm Arnarson og Daníel Geir Sigurðsson eru á leið til Bandaríkjanna að gera sjónvarpsþætti.

„Þetta verður bara tekið á yfirdrætti, allir sem ætluðu að styrkja okkur drógu það til baka þegar kreppan greip þá," segir Sigurður Hóm Arnarson sem er á leiðinni til smábæja í Bandaríkjunum ásamt tveimur félögum sínum að gera sjónvarpsþætti.

Strákarnir sem allir eru frá Hvammstanga hafa verið í sambandi við bæjaryfirvöld í smábæjum í Bandaríkjunum og munu meðal annars eyða degi með Amish fjölskyldu, hitta indjána og fara í loftbelg.

„Það er líka búið að bóka okkur í vínsömkkun í Kentucky og í grillveislu í heimabæ Billy the Kid," segir Sigurður en þættirnir munu bera nafnið, Tveir sveittir: USA.

„Vonandi náum við síðan að selja þessa þætt í sjónvarp. Við höfum fengið fín viðbrögð við hugmyndinni en þeir vilja sjá útkomuna."

Strákarnir munu halda úti öflugu myndabloggi á meðan þeir verða úti en þeir stefna á að vera í sex vikur.

„Ég er búinn að vera með þessa hugmynd í maganum í þrjú ár og ákvað síðan bara að demba mér í þetta með tveimur félögum mínum. Ég hef núna verið að googla smábæi í Bandaraíkjunum síðan í janúar og komist í samband við hina og þessa," segir Sigurður sem vill fanga menninguna sem ríkir í smábæjum Bandaríkjanna.

Strákarnir ætla að leigja sér þægilegan bíl á meðan á dvölinni stendur og ef ferðin gengur að óskum er stefnan sett á suður ameríku næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.