Lífið

Clint Eastwood fékk heiðursverðlaun á Cannes

Clint Eastwood fékk heiðursverðlaun á Cannes. Mynd/ AFP.
Clint Eastwood fékk heiðursverðlaun á Cannes. Mynd/ AFP.

Franska myndin Skólabekkurinn hlaut Gullpálmann sem eru aðalverðlaun hátíðarinnar. Söguþráður myndarinnar byggir á reynslu fransks kennara af starfi hans.

Óskarsverðlaunahafinn Benicio Del Toro hlaut verðlaun í flokki bestu leikara. Verðlaunin fær hann fyrir aðalhlutverk sitt í mynd leikstjórans Stevens Soderbergh um Che Guevara. Þegar Del Toro tók á móti verðlaununum sagðist hann tileinka þau sjálfum Che. Það væri eðlilegt að votta honum virðingu sína eftir því sem verðlaunum fyrir myndina fjölgaði.

Brasilíska leikkonan Sandra Corveloni hlaut verðlaun í flokknum besta leikkonan. Þá voru Clint Eastwood og Catherine Deneuve heiðruð fyrir ævistarf í þágu kvikmyndagerðar á lokaathöfn hátíðarinnar.

Stórleikarinn Sean Penn var formaður dómnefndar sem sá um að velja verðlaunahafa. Í ræðu sem hann hélt lofsamaði hann gæði þeirra mynda sem sýndar voru á hátíðinni. Hann sagði að þær hefðu allar verið mjög áhrifaríkar og vel gerðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.