Lífið

Við erum í hamingjukasti

ellyarmanns skrifar
Birna Björnsdóttir danshöfundur er hér við hlið Heru söngkonu. Hægra megin við hana eru Guðfinna og R. Steinunn. Mynd GVA.
Birna Björnsdóttir danshöfundur er hér við hlið Heru söngkonu. Hægra megin við hana eru Guðfinna og R. Steinunn. Mynd GVA.

"Ég var i salnum í gær og þvílík stemning. Tár, gæsahúð og öskur hjá íslenska hópnum," segir Birna Björnsdóttir danshöfundur þegar Vísir spyr hana út í gærkvöldið þegar ljóst var að Ísland myndi syngja í úrslitakeppni Evróvisjón.

Birna sér alfarið um sviðshreyfingar og stöður fyrir alla í Eurobandinu á sviðinu í Belgrad.

 

Þau eru svo prófessjónal, segir Birna Björnsdóttir danshöfundur um Regínu og Friðrik. Mynd GVA.

"Í dag eru svo tvær æfingar og önnur á morgun. Við erum í hamingjukasti. Þetta verður bara flott. Þau eru svo prófessjónal og það er frábært að vinna með þeim hérna."

"Það er búið að ganga svakalega vel. Hér er frábær vinnuhópur á ferð. Við hlæjum mikið og erum í góðum fíling."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.