Lífið

Leitað á bíógestum Indiana Jones

ellyarmanns skrifar
Ströng öryggisgæsla var á heimsforsýningunni hér á landi sem og annars staðar.
Ströng öryggisgæsla var á heimsforsýningunni hér á landi sem og annars staðar.

 

"Þetta eru reglur settar af Lucasfilm framleiðendum myndarinnar og Paramount því um heimsforsýningu var að ræða," svarar Sandra Björk Magnúsdóttir markaðsstjóri Myndforms þegar Visir spyr hana út í stranga öryggsgæslu á forsýningu Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal skull 21. maí síðastliðinn.

"Þeir (frameiðendurnir) fóru fram á mjög stranga öryggisgæslu upp á að myndin færi ekki að leka á netið. Það eru alltaf vandamál með niðurhalið."

"Við réðum EA Security og þeir sáu til þess að hvorki upptökuvélar né gsm símar færu inn í salinn. Þeir voru mjög fagmannlegir."

"Þeir leituðu í töskum og vösum bíógesta eftir búnaði sem var ekki leyfður á meðan á sýningunni stóð. Gestir tóku mjög vel í þetta enda faglega unnið að þessu."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.