Lífið

Ísland í fjórtánda sæti, keppnin í Moskvu að ári

Þrátt fyrir stórkostlega frammistöðu á sviðinu í Belgrad tókst Eurobandinu ekki að tryggja íslandi langþráðan sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ísland var í fjórtánda sæti af þeim 23 þjóðum sem áttu sæti í úrslitunum, og hlaut einungis tólf stig frá einni þjóð - frændum okkar Dönum. Baráttan stóð lengst af milli framlags Grikkja, og rússneska keppandans Dima Bilans með lagið Believe. Svo fór fyrir rest að Bilan, sem á að baki farsælan feril sem erótísk fyrirsæta, og söng sér leið inn í hjarta Evrópu, berfættur með bera bringu og vopnaður fjögurra milljón dollara stradivarius fiðlu og ólympíumeistara á skautum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.