Lífið

Pamela til varnar flækingshundum

Baywatch stjarnan Pamela Anderson berst nú fyrir lífi flækingshunda í Mumbai á Indlandi. Í bréfi sem hún sendi borgaryfirvöldum segir hún að gera ætti hundana ófrjóa í stað þess að drepa þá.

Lífið

Í prufum fyrir þrjá söngleiki á Broadway

Stefán Karl Stefánsson leikari er um þessar mundir í prufum fyrir þrjá stóra söngleiki á Broadway. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Stefán fengið lofsamlega dóma fyrir hlutverk sitt sem Trölli í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum. Sú sýning hefur verið sýnd víða um Bandaríkin undanfarna mánuði og vakið mikla athygli. Stefán Karl nýtur nú góðs af þessari athygli. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, ég er bara í prufum og þetta er allt óráðið,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær.

Lífið

Aðdáendur Ásdísar á Facebook

Stofnuð hefur verið aðdáendasíða á Facebook tileinkuð fyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur. Á annað hundrað einstaklingar eru nú skráðir í grúppuna. ,,Ásdís er fáránlega heit. Ef þú ert sammála ættir þú að gerast meðlilmur. Ef ekki ertu annað hvort hommi eða öfundsjúkur," segir á síðunni.

Lífið

Sölvi snýr aftur á skjáinn

Sölvi Tryggvason snýr aftur í skjáinn á mánudag þegar að hann og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, stjórna sínum fyrsta dægurmálaþætti á Skjá einum.

Lífið

Heiður fyrir mig, segir Yesmine

„Þeir hringdu í mig og báðu mig að hitta þá. Ég var mjög hissa því þeir voru búnir að kaupa bókina. Maður er alltaf hræddur hvað fagfólki finnst og þetta er bara heiður fyrir mig,“ svarar Yesmine Olsson en hún er gestakokkur á veitingahúsinu Veisluturninnn á Smáratorgi þar sem uppskriftir eftir hana eru matreiddir fyrir gesti staðarins.

Lífið

Alíslenskt undanúrslitakvöld

Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, "Fósturjörð“, er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur.

Lífið

Borðar bara grænmeti fyrir Júróvisjónkeppnina

„Ég var tólf sinnum í ræktinni í síðustu viku og borða bara grænmeti," svarar Jógvan Hansen sem sigraði X-factor keppnina árið 2007 þegar Vísir spyr hann út í undibúning hans fyrir í undankeppni Júróvísjón í ár.

Lífið

Síðasta serían af Prison Break

Á sama tíma og áhorfendur Stöðvar 2 eru að missa sig yfir spennunni í Prison Break berast váleg tíðindi frá Ameríku. Fox sjónvarpsstöðin sem framleiðir þættina gaf það út í dag að framleiðslu þáttanna verði hætt að lokinni þessari seríu.

Lífið

Á von á Júróvisjónstelpu í maí

„Mér líður rosavel. Ég á að eiga í maí," segir söngkonan Regína Ósk sem á von á stúlkubarni með eiginmanni sínum, Sigursveini Þór Árnasyni, fyrrverandi meðlim strákabandsins Luxor. „Þetta verður Júróvisjón barn," bætir Regína Ósk sem tók þátt í Júróvisjón fyrir Íslands hönd í Serbíu fyrra með lagið This is My Life eftir Örlyg Smára. Regína Ósk á 7 ára stúlku, Anítu.

Lífið

Beckham á brókinni - myndir

Victoria Beckham situr fyrir ein síns liðs í undirfataauglýsingum Giorgio Armani. Ítalski fatahönnuðurinn Giorgio Armani fékk Victoriu, 34 ára, til að sitja fyrir fáklædd eins og meðfylgjandi myndir sýna í nærfataherferð sinni.

Lífið

Vandræðalegur Ryan Seacrest - myndband

Áttunda árið í bandarísku Idol-stjörnuleitinni hófst í gær. Það sem vekur athygli er þegar sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest gerði tilraun til að „fimma" blindan keppanda eins og meðfylgjandi myndband sýnir.

Lífið

Safna ullarvörum fyrir bresk gamalmenni

Í bítinu á Bylgjunni í morgun kom upp sú hugmynd að setja af stað söfnun fyrir bresk gamalmenni. Heimir Karlsson annar stjórnandi þáttarins segir að í Bretlandi sé reiknað með að tólf gamalmenni deyji á hverjum klukkutíma, yfir kaldasta vetrartímann, úr kulda eða sjúkdómum tengdum kulda. Stjórnendur þáttarins ætla því að safna íslenskum lopavörum og senda til gamalmenna í Bretlandi. Heimir ætlar persónulega að fara með eina peysu til Gordons Brown.

Lífið

Eiríkur og Reynir gera góðverk

„Þetta er útvarpsþáttur. Við Reynir erum að vinna góðverk. Allur ágóði af þættinum rennur til góðgerðamála," svarar Eiríkur Jónsson ritstjóri aðspurður um nýjan þátt sem hann bloggaði nýverið um og hverjir hafa umsjá með honum. „Ágóðinn af launum og auglýsingum verður gefinn því það eru margir sem eiga um sárt að binda. Þetta hefur aldrei verið gert. Þetta er okkar framlag til nýja Íslands," segir Eiríkur.

Lífið

Familjen væntanlegur til landsins

Johan T. Karlsson eða Familjen eins og hann er betur þekktur, er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar n.k. þar sem hann mun koma fram á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll.

Lífið

Kynþokkafyllsta konan þráir ný brjóst - myndband

Meðfylgjandi má sjá viðtal við Megan Fox sem var kosin kynþokkafyllsta kona í heimi, ef marka má lesendur FHM tímaritsins. Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í Transformers, skaust upp fyrir bombur á borð við Angelinu Jolie, Kim Kardashian og vinningshafa síðasta árs, Jessicu Alba.

Lífið

Hinn íslenski Harry Potter

Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir á næstunni rokksöngleik um galdrastrákinn Harry Potter. Albert Hauksson fer með aðalhlutverkið en hann þykir ekkert sérstaklega líkur Harry Potter úr kvikmyndunum.

Lífið

Troða upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi

Eurobandið hefur vakið mikla athygli eftir þátttöku sína í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarspsstöðva 2008 með laginu This is my life og ekki bara á Íslandi þar sem plata þeirra seldist í um 15 þúsund eintökum, heldur hefur tvíeykið Friðrik Ómar og Regína Ósk verið pantað víða um Evrópu og fengin til að syngja við hinar ýmsu uppákomur.

Lífið

Fylgst með skurðaðgerð í Kompás í kvöld

Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt.

Lífið

Stórfyrirtæki slást um Sportacus

Warner Bros. og Sony, eru meðal þeirra framleiðslufyrirtækja sem Magnús Scheving hefur rætt við um gerð kvikmyndar byggðri á Latabæ. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir Magnúsi Scheving í frétt sem birtist á laugardaginn. Jafnframt er greint frá því að myndin hafi þegar hlotið nafnið Sportacus sem er enska heitið yfir Íþróttaálfinn.

Lífið

Stillir til friðar á Gaza

„Ég hef alltaf farið í frí eftir jólavertíðina til að ná mér aðeins niður,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Hann er á leiðinni til Egyptalands með fjölskyldu sína, lands sem margir myndu kannski hugsa sig tvisvar um að heimsækja í ljósi ástandsins í nágrannalandinu Palestínu. „Jú, það verður alveg að viðurkennast að Egyptaland var ekki fyrsti valkostur. Þegar bankarnir hrundu og gengið með þá tók ég eiginlega þá ákvörðun að leggja af þessa árlegu utanlandsferð. Mér þótti það bæði siðlaust og óverjandi að kaupa gjaldeyri á því verði sem hann er á í dag,“ útskýrir Jóhann og augljóst að honum er létt við að komast burt frá landinu.

Lífið

Fréttastjóri lærir guðfræði

„Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“

Lífið

Vill vingast við Aniston

Jennifer Connelly hafði mjög gaman af því að leika með Jennifer Aniston í myndinni He"s Just Not That Into You. Vonast hún til að þær geti orðið góðar vinkonur í framtíðinni.

Lífið

Neitar framhjáhaldi

Brad Pitt neitar því að hafa nokkurn tíma haldið fram hjá fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Aniston, með Angelinu Jolie. Pitt og Jolie kynntust við tökur kvikmyndarinnar Mr and Mrs Smith þegar hann var enn giftur Friend leikkonunni. Eftir að Pitt og Jolie fóru að vera saman spruttu fljótt upp sögusagnir þess efnis að leikarinn hefði haldið framhjá Jennifer Aniston.

Lífið

Drottningin stendur undir nafni

„Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út í gær í kilju í Bretlandi. Stærsta bókabúðakeðjan þar í landi, Waterstone’s, gerir henni sérstaklega hátt undir höfði; hún er sumsé Waterstone’s Crime Booksellers’ Choice í janúar,“ segir útgefandinn Pétur Már Ólafsson.

Lífið

McDonalds-martröð

Pink segist fá martraðir um að hún vinni á McDonalds. Söngkonan, sem heitir réttu nafni Alicia Moore, vann á skyndibitastaðnum í heimabæ sínum Doylestown í Pennsylvaníu áður en hún komst á samning hjá plötufyrirtæki sem meðlimur stelpuhljómsveitarinnar Choice, sextán ára gömul

Lífið

Össur með kosningahroll

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er kominn með kosningahroll ef marka má nýjustu mælingar með nýjustu tækni. Össur greinir frá því á blogginu sínu að hann hafi hitt frumkvöðulinn og eðlisfræðinginn Kristinn Johnsen hjá Mentis Cura sem komst að þessari niðurstöðu. Mentis Cura er fyrirtæki sem hefur þróað tækni til að greina Alzheimers og ADHD með því að mælad heilabylgjur.

Lífið