Lífið

Dauðvona Jade giftir sig

Nýbökuð hjón, Jade Goody og Jack Tweed.
Nýbökuð hjón, Jade Goody og Jack Tweed.

Hin tuttugu og sjö ára Jade Goody sem greindist með banvænt krabbamein fyrir stutt er búinn að giftast unnusta sínum Jack Tweed. Saga Jade hefur vakið gríðarlega mikil viðbrögð í Bretlandi og víðar en hún varð fræg í þættinum Big Brother sem er sýndur á Stöð 4 í bresku sjónvarpi.

Jade varð fyrst mjög fræg þegar hún var rekinn úr breska Big Brother fyrir að hafa niðrandi ummæli um indverska konu sem var með henni í þættinum. Í kjölfarið tók hún þátt í indversku útgáfunni af Big Brother og sló þar rækilega í gegn. Sjónvarpsaðdáendur voru harmi slegnir eftir að það fréttist að Jade væri með banvænt krabbamein, eingöngu 27 ára gömul.

Stuttu eftir að hún fékk hinar hræðilegu fréttir bað Jack Tweed hennar. Þá fór strax í hönd undirbúningur fyrir brúðkaupið þar sem engu var til sparað. Sugababes tóku lagið fyrir dauðvona smástirnið og Mohamed al Fayed gaf henni 3,500 punda brúðkaupskjól.

Í fyrstu var útlit fyrir að Jack yrði að keyra Jade inn í kirkjuna í hjólastól, hún var hinsvegar það heilsuhraust að hún gat gengið sjálf inn. Athöfnin, samkvæmt fréttastofu BBC, tók um fjörtíu mínútur og gat Jade staðið nær allan tímann.

Hin dauðvona Jade er hinsvegar eitursnjöll, enda ætlar hún að hagnast sem mest á dauða sínum. Hún seldi réttinn af brúðkaupi sínu til OK! tímaritsins fyrir sjö hundruð þúsund pund. Þá er sjónvarpsstöðin Living búinn að kaupa réttinn til þess að sýna hluta úr brúðkaupinu í framhaldsseríu sem ber nafnið; Jade. Peninginn hyggst hún arfleiða sonum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.