Lífið

Maraþon-sýning á Rétti í kvöld

Í kvöld á Stöð 2 EXTRA verður boðið uppá maraþon-sýningu á RÉTTI.

 

Þá verða sýndir í einni beit þættir 1-5 sem sýndir hafa verið á Stöð 2 við miklar vinsældir síðustu sunnudagskvöld.

Tilefni maraþonsins er að á sunnudag verður lokaþátturinn sýndur á Stöð 2.

 

Miðað við vaxandi áhorf á þættina samkvæmt rafrænni áhorfskönnun Capacent þá eru líkur á að nýtt áhorfsmet kunni að verða slegið á sunnudag.

Maraþonið á Extra tækifæri fyrir þá sem misst hafa af þætti eða þáttum af Rétti til að ná fullum þræði í þessari spennandi sögufléttu sem snýst um föstudagsnauðgarann svokallaða sem gengið hefur laus í nokkrar vikur og nauðgað ungum konum í skjóli nætur án þess að lögregla hafi haft hendur í hári hans.

Fimmta þætti lauk einmitt með því að lögregla taldi sig loksins hafa haft uppá hinum seka og mun því stóri sannleikurinn koma í ljós í lokaþættinum.

 

Réttar-maraþonið hefst kl. 20 á Stöð 2 EXTRA í kvöld.

 

Lokaþáttur af Rétti er á Stöð 2 kl. 20.30 á sunnudag á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.