Lífið

Ljótar peysur í Latabæ - myndir

Magnús Schewing stillti sér upp ásamt starfsfólki Latabæjar.
Magnús Schewing stillti sér upp ásamt starfsfólki Latabæjar.

Það má segja að starfsmenn Latabæjar klæðist tískuslysum síðustu áratuga á hinum árlega ljótupeysudegi sem haldinn er í fyrirtækinu í dag.

Þar sem Latibær er líka með skrifstofur í Bretlandi og Bandaríkjunum er keppnin alþjóðleg.

„Þetta er nú allt til gamans gert en að sjálfsögðu verða afhent verðlaun fyrir þrjár ljótustu peysurnar," segir Hlynur Sigurðsson upplýsingafulltrúi Latabæjar aðspurður um uppátækið.

Magnús Schewing stillti sér upp á íslensku skrifstofunni með starfsfólki Latabæjar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem voru teknar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.