Lífið

Rukka 55 milljónir fyrir síðustu auglýsinguna í Bráðavaktinni

Síðasti þáttur Bráðavaktarinnar verður sýndur annan apríl næstkomandi í Bandaríkjunum. Þetta verður ekki einungis síðasti þátturinn heldur einnig síðasta serían. Í þættinum, sem verður tveggja klukkustunda langur, koma fram margar gamlar stjörnur, meðal annars George Clooney og Noah Wyle.

Stjórnendur NBC sem sýnir þættina vestra biðja ekki um neina smáaura fyrir auglýsingar í þættinum. Búist er við mjög góðu áhorfi og ætla stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar að rukka næstum hálfa milljón bandaríkjadala, eða 55 milljónir króna, fyrir 30 sekúndna auglýsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.