Lífið

Talar ekki í Las Vegas

Cher segir þurra loftið í Las Vegas fara illa í sig og talar því ekki á daginn þegar hún er stödd þar í borg.
Cher segir þurra loftið í Las Vegas fara illa í sig og talar því ekki á daginn þegar hún er stödd þar í borg.

Cher segist lifa hálfgerðu nunnulífi þegar hún er stödd í Las Vegas á milli þess sem hún er uppi á sviði að skemmta. Söngkonan, sem er 62 ára gömul, segist ekki hafa búist við því að þurra loftið þar í borg myndi hafa svo mikil áhrif á sig og talar því ekki við fólk á milli tónleika á daginn.

Cher segist ekki vera fámál að eðlisfari heldur hafa mjög gaman af því spjalla og sé því stanslaust að minna sig á að tala ekki. Í staðinn notast hún við sms-skilaboð og tölvupóst og segir það vera það eina sem bjargi sér til að geta átt í samskiptum við fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.