Erlent

1000 hermenn í samræmdri aðgerð

Hátt í þúsund írakskir og bandarískir hermenn létu til skarar skríða í vesturhluta Íraks í dag í leit að hryðjuverkamönnum. Leitað hefur verið hús úr húsi í bænum Haditha og hafa margir þegar verið yfirheyrðir.

Erlent

ETA enn við sama heygarðshornið

Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, sprengdu öfluga bílsprengju í Madríd í gær. Átján særðust í tilræðinu en enginn mjög alvarlega. Þetta er sjötta árás ETA síðan forsætisráðherra Spánar sagðist reiðubúinn til að hefja viðræður við samtökin að vissum skilyrðum uppfylltum.

Erlent

Kaspíahafsolíu dælt vestur

Forsetar Aserbaídsjans, Georgíu og Tyrklands opnuðu í gær, við hátíðlega athöfn í Sangachal suður af Bakú, fyrir flutning jarðolíu um nýja leiðslu frá olíulindunum við Kaspíahaf til útflutningshafnar á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands.

Erlent

Átti að skjóta vélina niður

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, gaf hernum leyfi til að skjóta niður Cessnu-vél sem flaug yfir Washingtonborg þann 11. maí síðastliðinn. <em>Washington Post</em> greinir frá þessu í dag.

Erlent

Þingið gengur gegn vilja Bush

George W. Bush gæti beitt neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn samþykki Bandaríkjaþing að afnema takmarkanir á opinberum fjárframlögum til stofnfrumurannsókna. Fulltrúadeildin hefur fyrir sitt leyti lagt blessun sína yfir það.

Erlent

Al-Qaida með aðsetur í V-Afríku?

Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa hreiðrað um sig á vesturströnd Afríku. Þessu heldur saksóknari við stríðaglæpadómstólinn vegna Síerra Leóne fram.

Erlent

Valdarán í Gíneu-Bissá

Valdarán var framið í Gíneu-Bissá í morgun. Það var Kumba Jalla, fyrrverandi leiðtogi landsins, sem rændi völdum. Sjálfum var honum steypt af stóli árið 2003.

Erlent

Reyndu að búa til geislasverð

Tveir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna í Bretlandi, tvítugur piltur og 17 ára stúlka, liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að smíða sér geislasverð. Innblásið af ævintýrum Loga geimgengils og Svarthöfða ákvað parið að smíða sér geislasverð með því að fylla hylki af flúorljósaperum með bensíni. 

Erlent

Schröder vill keyra á persónukjör

Í fyrsta blaðaviðtalinu sem Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, veitti eftir að hann lýsti því yfir að hann vildi flýta kosningum til Sambandsþingins segist hann vilja "mjög persónumiðaða" kosningabaráttu.

Erlent

119 daga löng ræða

Breskur lögmaður mun í dag ljúka lengstu ræðu sem haldin hefur verið við réttarhöld í landinu. Ræða hans hefur staðið yfir í eitt hundrað og nítján daga. Hann er verjandi Englandsbanka en BCCI-bankinn hefur krafið Englandsbanka um nærri níutíu milljarða króna í bætur vegna mistaka.

Erlent

Draga úr þróun kjarnorkuvopna

Íranar munu halda áfram að draga úr þróun kjarnorkuvopna að sögn Jack Straw, utanríkisáðherra Bretlands. Straw lýsti þessu yfir í dag eftir að hafa setið þriggja tíma fund með forsvarsmönnum kjarnorkumála í Íran, ásamt utanríkisráðherrum Þýskalands og Frakklands, þar sem málið var rætt ítarlega.

Erlent

Níu látist undanfarinn sólarhring

Þrír bandarískir hermenn létu lífið er bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær og hafa því níu hermenn látist á undanförnum sólarhring. Hermaðurinn lést þegar skotið var á hann úr bifreið á ferð og annar er skotið var á hann úr launsátri. Þá létust fjórir hermenn lífið í sprengingu í landinu í gær á fjölfarinni götu.

Erlent

Lyf gegn ótímabæru sáðláti

Vísindamenn við háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum hafa þróað lyf gegn ótímabæru sáðláti karla. Á milli 10 og 30 prósent allra karla þjást af vandamálinu að sögn sérfræðinga.

Erlent

Þrír særðust í árásinni

Staðfest hefur verið að þrír hafi særst í sprengjuárásinni í Madríd í morgun. Viðvörun barst dagblaði um þremur stundafjórðungum áður en sprengjan sprakk og því var unnt að rýma svæðið.

Erlent

Fleiri Palestínumenn deyja

Í ársskýrslu Amnesty kemur fram að ísraelskar hersveitir hafi fellt að minnsta kosti 700 Palestínumenn á síðasta ári og þar af að minnsta kosti 150 börn. Í skýrslunni segir að lunginn af þessu mannfalli hafi orðið í gálausum skotárásum og loftárásum á íbúðabyggðir óbreyttra borgara.

Erlent

Með 64 tonn af kvikasilfri um borð

Norski sjóherinn hefur staðfest að 64 tonn af kvikasilfri séu um borð í þýsku kafbátsflaki undan ströndum Noregs. Norsk náttúruverndarsamtök hafa krafist þess að kvikasilfrinu verði bjargað úr flakinu.

Erlent

Óprúttnir aðilar að verki?

Mikið uppnám varð í Moskvu í morgun þegar stór hluti borgarinnar varð rafmagnslaus. Samgöngur lágu meðal annars niðri niðri og kauphöllin varð óstarfhæf en svo virðist sem afleiðingarnar hafi ekki verið stórvægilegar. Pútín forseta grunar að óprúttnir aðilar hafi verið að verki.</font />

Erlent

Hringdi of oft í neyðarlínuna

Dorothy Densmore, 86 ára gamalli bandarískri konu, var stungið í steininn fyrr í vikunni fyrir að hafa hringt tuttugu sinnum í neyðarlínuna á hálftíma til að kvarta yfir þjónustu pítsustaðar.

Erlent

Bozize kjörinn forseti

Jean-Francoise Bozize sigraði í síðari umferð forsetakosninganna í Mið-Afríkulýðveldinu og er því réttkjörinn forseti landsins. Bozize hlaut um 65 prósent atkvæða en helsti keppinautur hans, Martin Ziguele, fékk 35 prósent.

Erlent

Sprenging í Madríd

Bílsprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Fregnir af þessu eru enn mjög takmarkaðar en samkvæmt lögreglu er þó staðfest að einn hafi særst. Sprengjan sprakk þremur stundarfjórðungum eftir að basknesku dagblaði barst tilkynning í nafni ETA, samtökum aðskilnaðarsinnaðra Baska

Erlent

Hermannaveikin á undanhaldi

Norsk stjórnvöld telja sig hafa komist fyrir frekari útbreiðslu hermannaveikinnar sem kom upp á Østfoldsvæðinu sunnan við Osló um síðustu helgi. Milli 30 og 40 manns hafa sýkst og fimm hafa látist. 

Erlent

Leitar að olíu við Færeyjar

Norski olíurisinn Statoil undirbýr nú frekari leit eftir olíu við Færeyjar. Þrjú skip munu stunda rannsóknir á hafsbotninum við eyjarnar í sumar og er eitt þeirra þegar komið á vettvang.

Erlent

Íranar fallast á kröfur ESB

Fulltrúar Íransstjórnar endurnýjuðu í gær heit sitt um að stefna ekki að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Evrópuríkin höfðu þrýst mjög á Írana að lýsa þessu yfir og í viðræðum tengslahóps Evrópusambandsins, skipuðum utanríkisráðherrum mestu þungavigtarríkja þess, við fulltrúa Írans í Genf í gær fékkst þessi niðurstaða.

Erlent

Abbas fundar með Bush

Leiðtogi Palestínu, Mahmoud Abbas, kom til Washington seint í gærkvöld en til stendur að hann og George Bush Bandaríkjaforseti fundi í dag. Abbas vill staðfestingu á því að Bandaríkjamenn hjálpi til við að tryggja að eftir að Ísraelar dragi herlið sitt til baka frá Gaza í sumar muni þeir ekki nota það sem afsökun til að styrkja stöðu sína enn frekar á Vesturbakkanum.

Erlent

Aðeins stafræn sjónvörp árið 2012

Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að öll sjónvarpstæki í ríkjum sambandsins verði stafræn fyrir árið 2012 og ekkert verði eftir af sjónvarpstækjum með svonefndri hliðrænni tækni. Aðgerðin er liður í Lissabon-áætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að auka samkeppnishæfni sambandsins.

Erlent

Stærsta eldgos í meira en áratug

Eldfjallið Colima í vesturhluta Mexíkó gaus á mánudag og er nú aska þrjá kílómetra upp í loftið. Sérfræðingar segja gos þetta það stærsta í landinu í meira en áratug.

Erlent

34 smitaðir af hermannaveiki

Alls hafa nú þrjátíu og fjórir smitast af hermannaveiki í Noregi. Undanfarinn sólarhring leituðu átta til sjúkrahússins í Österfold vegna gruns um lungnabólgu, þar af tveir í nótt. Af þessum átta er staðfest að a.m.k. einn er með hermannaveiki.

Erlent

Bush og Jintao funda á árinu

George Bush Bandaríkjaforseti og Hu Jintao, leiðtogi Kína, munu heimsækja hvor annan á þessu ári. Bush hefur ekki verið vinsæll hjá kínverskum yfirvöldum til þessa en í upphafi fyrra kjörtímabilsins síns sagði hann að hann myndi gera allt til að hjálpa Taívan til að verjast ágangi Kína í baráttu sinni til sjálfstæðis.

Erlent

Sharon vill sleppa fleiri föngum

Ariel Sharon, forsætisráðherrra Ísraels, greindi frá því í dag að hann hygðist leggja það til við ríkisstjórn sína að sleppa 400 palestínskum föngum í frekari viðleitni til þess að koma friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sharon er nú staddur í Washington og á fundi með bandarískum stuðningsmönnum Ísraels í dag lýsti hann því enn fremur yfir að traustið milli Ísraela og Palestínumanna myndi aukast ef fyrirhugaður brottflutningur gyðinga úr landnemabyggðum á Gasaströndinni myndi heppnast vel.

Erlent

Málflutningi lokið í Jackson-máli

Verjendur Michaels Jackson luku málflutningi sínum fyrir rétti í gær, eftir að hafa kallað 50 vitni fyrir hann á þremur vikum. Síðasta vitnið var leikarinn Chris Tucker. Næstsíðastur var spjallþáttastjórnandinn frægi Jay Leno, sem mætti fyrir réttinn á þriðjudag.

Erlent