Erlent

34 smitaðir af hermannaveiki

Alls hafa nú þrjátíu og fjórir smitast af hermannaveiki í Noregi. Undanfarinn sólarhring leituðu átta til sjúkrahússins í Österfold vegna gruns um lungnabólgu, þar af tveir í nótt. Af þessum átta er staðfest að a.m.k. einn er með hermannaveiki. Alls hefur hundrað og einn verið lagður inn á sjúkrahús í Noregi vegna gruns um hermannaveiki. Fimm hafa látist af völdum veikinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×