Erlent Tíu létust við King´s Cross CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar. Erlent 7.7.2005 00:01 37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Erlent 7.7.2005 00:01 Láta öllum illum látum Hundruð mótmælenda hafa látið öllum illum látum í Skotlandi í morgun þar sem ráðstefna leiðtoga G8-iðnríkjanna hefst síðar í dag. Útlit er fyrir að friðsömum mótmælum sem áttu að fara fram síðar í dag verði aflýst vegna ólátanna í morgun. Erlent 6.7.2005 00:01 Rúmlega 60 manns handteknir Þúsundir manna hafa mótmælt við Gleneagles í Skotlandi í allan dag þar sem leitogafundur G8-iðnríkjanna hófst síðdegis. Meira en sextíu manns hafa verið handteknir og átta lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús eftir mikil átök við mótmælendur. Erlent 6.7.2005 00:01 Ófriðarský yfir Arnardal Leiðtogafundur G8-ríkjanna hófst í gær í skugga fjölmennra mótmæla. Fámennur hópur óeirðaseggja stal þó senunni þar sem hann óð uppi með ofbeldi og skrílslátum. Erlent 6.7.2005 00:01 Sendiherrann verður aflífaður Sendiherra Egyptalands í Írak verður tekinn af lífi, samkvæmt tilkynningu sem sögð er vera frá Al-Qaida samtökunum og birtist á íslamskri vefsíðu síðdegis. Sendiherranum var rænt í Bagdad síðastliðinn laugardag. Erlent 6.7.2005 00:01 Bush hjólar á lögregluþjón George W. Bush Bandaríkjaforseti fékk sér hjólreiðatúr við komuna til Gleneagles í Skotlandi í gær þar sem leiðtogafundur G8-ríkjanna fer fram. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að forsetinn rann í bleytu og lenti í árekstri við lögreglumann sem var á gangi á svæðinu. Erlent 6.7.2005 00:01 Mótmælendur réðust á lögreglumenn Um þrjú hundruð mótmælendur réðust nú í morgunsárið á lögreglumenn nærri Gleneagles þar sem fundur leiðtoga G8-ríkjanna verður haldinn. Mótmælendurnir þrömmuðu um götur nærri fundarstaðnum og brutu rúður og létu öllum illum látum og létu svo til skarar skríða gegn lögreglumönnum, vopnaðir flöskum, steinum og járnstöngum. Erlent 6.7.2005 00:01 Lundúnir hrepptu hnossið Mikill fögnuður braust út í Lundúnum í gær þegar tilkynnt var að Ólympíuleikarnir 2012 verði haldnir í borginni. París hafði fram til gærdagsins verið talin líklegust til að verða valin og því voru vonbrigði Frakka með ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar mikil. Erlent 6.7.2005 00:01 Átta lögreglumenn á sjúkrahús Þúsundir mótmælenda hafa komið sér fyrir í grennd við hótelið í Gleneagles, skammt frá Edinborg í Skotlandi, þar sem fundur leiðtoga G8-ríkjanna hefst senn. Til harðra átaka kom á milli mótmælenda og öryggislögreglu í dag vegna fundarins og hafa átta lögreglumenn þegar verið sendir á sjúkrahús vegna meiðsla. Erlent 6.7.2005 00:01 Þrefaldar líkurnar á áráttuhegðun Streptókokkasýking í hálsi þrefaldar líkurnar á áráttukenndri hegðun hjá börnum, samkvæmt nýrri rannsókn lækna í Chicago. Niðurstöðurnar benda til þess að mótefni líkamans við streptókokkum ráðist ekki bara á þá heldur líka ákveðnar heilafrumur sem valdi vöðvakippum eða áráttukenndri hegðun. Erlent 6.7.2005 00:01 Aftökum verði flýtt Repúblikanar hyggjast leggja fram frumvarp á bandaríska þinginu sem miðar að því að aftökum manna sem dæmdir hafa verið til dauða verði flýtt. Þingmennirnir tveir sem ætla að mæla fyrir frumvarpinu segja að allt of algengt sé að fangar sem fengið hafi dauðadóm fái ítrekað að áfrýja dóminum sem geri það að verkum að aftakan frestast um allt að 25 ár. Erlent 6.7.2005 00:01 Handtóku andlegan leiðtoga Zarqawi Yfirvöld í Jórdaníu handtóku í nótt Issam Barqawi sem er andlegur leiðtogi Al-Zarqawis, leiðtoga Al-Qaida í Írak. Barqawi var í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina þegar handtakan fór fram. Hann er sagður hafa kennt Zarqawi íslamska hugmyndafræði á árunum 1995 til 1999 þegar þeir deildu fangaklefa. Erlent 6.7.2005 00:01 Ætlaði í próf fyrir systur sína Athugulir gangaverðir í ríkisháskólanum í Moskvu komu upp um svik ungs manns sem ætlaði að fara þar í próf í staðinn fyrir systur sína sem var ekki nægilega vel undirbúin. Hann klæddi sig í kvenmannsföt og setti á sig farða, gervibrjóst og hárkollu en gangavörðunum þótti unga konan svo ýkt kvenleg að þeir fóru að kanna málið nánar. Erlent 6.7.2005 00:01 Komu upp um barnaræningja Lögreglan í Íran hefur komið upp um hring glæpamanna sem grunaður er um að hafa stolið minnst 63 börnum af sjúkrahúsum landsins og selt þau svo til barnlausra hjóna. Alls hafa tuttugu og sex manns verið handteknir vegna málsins, þar af tveir læknar og eins fleira fólk sem starfar á sjúkrahúsunum sem börnunum hefur verið rænt af. Erlent 6.7.2005 00:01 Þrettán ákærðir vegna bankaráns Þrettán menn hafa verið ákærðir í Noregi vegna bankaráns sem framið var í Stafangri í apríl á síðasta ári en ræningjarnir höfðu jafnvirði um 600 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu. Einn lögreglumaður var myrtur í ráninu sem vakti mikinn óhug meðal norsku þjóðarinnar. Erlent 6.7.2005 00:01 Fangelsaðir fyrir þagmælsku Opinber saksóknari í Bandaríkjunum mælist til þess að tveir blaðamenn verði fangelsaðir fyrir að neita að gefa upp heimildarmenn sína. Blaðamennirnir starfa fyrir <em>New York Times</em> og tímaritið<em> Time</em> og þeir neita að gefa upp heimildir sínar fyrir nafnbirtingu á starfsmanni leyniþjónustunnar. Erlent 6.7.2005 00:01 Sendiherrar múslimaríkja skotmörk Uppreisnarmenn í Írak hafa fundið sér ný skotmörk í baráttu sinni, erindreka annarra múslimaríkja sem starfa í landinu. Þeir hyggjast þar með fæla trúbræður sína frá því að mynda tengsl við ríkisstjórn Íraks sem starfar í skjóli bandarískrar herverndar. Erlent 5.7.2005 00:01 Skotbardagi á Indlandi Indverskar öryggissveitir skutu í morgun fimm vopnaða menn til bana. Mennirnir fimm réðust í morgun ásamt fleirum inn í bænahús hindúa og múslima vopnaðir byssum. Lögreglan kom þegar á staðinn og til skotbardaga kom. Honum lauk fljótlega með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 5.7.2005 00:01 Minnismerki tekin niður Verkamenn hófu í gær að taka niður 1.067 krossa á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar sem settir höfðu verið niður til minningar um þá sem féllu fyrir kúlum austur-þýskra landamæravarða á tímum kalda stríðsins. Erlent 5.7.2005 00:01 Dani hótaði Bush Þrítugur Dani hefur verið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald fyrir að hafa sent George Bush Bandaríkjaforseta líflátshótun. Erlent 5.7.2005 00:01 Sprengjuárás í Rússlandi Sprengja sprakk við lögreglustöð í bæ nálægt Chechnyu í Rússlandi í dag. Enn er ekki vitað hversu margir kunna að hafa slasast í sprengingunni en unnið er að björgunaraðgerðum. Enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér. Þá fórust tíu manns er sprengja sprakk í sama bæ á föstudag en þá þá báru öfgasinnaðir múslimar ábyrgð á verknaðinum. Erlent 5.7.2005 00:01 Við öllu búnir í Gleneagle Lögreglan í Edinborg telur að um hundrað manns sem mótmæltu leiðtogafundi G8 ríkjanna í gær, kunni að sæta ákæru vegna málsins. Til harðra átaka hefur komið á milli mótmælenda og óeirðalögreglu. Erlent 5.7.2005 00:01 Skotið að bíl í Bagdad Skotið var að bifreið sendiráðs Rússlands í Írak í dag. Tveir embættismenn voru í bílnum en hvorugan þeirra sakaði. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins sagði á fréttamannafundi að skotárásinni hafi ekki verið beint sérstaklega að bifreiðinni, heldur skutu uppreisnarmenn á allt sem hreyfðist. Erlent 5.7.2005 00:01 Hryðjuverki afstýrt Bosnísk lögregluyfirvöld skýrðu frá því í gær að talsvert magn sprengiefna hefði fundist á minningarreit um fjöldamorðin í Srebrenica en þar fer fjölmenn athöfn fram í næstu viku. Erlent 5.7.2005 00:01 Fleiri við gæslu en að mótmæla Um 200 mótmælendur gengu um götur Kaupmannahafnar í gær og mótmæltu komu George Bush til landsins. Mótmælendurnir voru svartklæddir og gengu um með skilti þar sem Bush var tjáð að hann væri óvelkominn. Einn var handtekinn fyrir að brenna bandaríska fánann. Erlent 5.7.2005 00:01 Hútúar unnu kosningarnar Flokkur uppreisnarmanna virðist hafa unnið meirihluta í þingkosningunum í Afríkuríkinu Búrúndí, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu í tólf ár. Erlent 5.7.2005 00:01 Staðsetning ræðst í dag Í dag mun Alþjóðaólympíunefndin greina frá því hvar Ólympíuleikarnir verða haldnir árið 2012. Fundur nefndarinnar fer fram í Singapúr og af því tilefni hefur fjöldi áhrifamanna haldið þangað til að auka möguleika sinna borga. Erlent 5.7.2005 00:01 Jarðskjálfti á Súmötru Öflugur jarðskjálfti upp á sex til sex komma sjö á richter skók eyjuna Súmötru á Indónesíu rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Ekki hafa borist neinar fregnir af skaða á fólki, né eignatjóni. Fjöldi fólks hljóp upp á hæðir af ótta við flóðbylgju í kjölfar skjálftans. Erlent 5.7.2005 00:01 Herinn burt Leiðtogar Rússlands, Kína og fyrrum Sovétlýðvelda í Mið-Asíu samþykktu ályktun á fundi sínum í Kasakstan í gær þar sem skorað var á bandarísk stjórnvöld að draga herlið sitt frá Úsbekistan og Kirgisistan eins fljótt og auðið er. Erlent 5.7.2005 00:01 « ‹ ›
Tíu létust við King´s Cross CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar. Erlent 7.7.2005 00:01
37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Erlent 7.7.2005 00:01
Láta öllum illum látum Hundruð mótmælenda hafa látið öllum illum látum í Skotlandi í morgun þar sem ráðstefna leiðtoga G8-iðnríkjanna hefst síðar í dag. Útlit er fyrir að friðsömum mótmælum sem áttu að fara fram síðar í dag verði aflýst vegna ólátanna í morgun. Erlent 6.7.2005 00:01
Rúmlega 60 manns handteknir Þúsundir manna hafa mótmælt við Gleneagles í Skotlandi í allan dag þar sem leitogafundur G8-iðnríkjanna hófst síðdegis. Meira en sextíu manns hafa verið handteknir og átta lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús eftir mikil átök við mótmælendur. Erlent 6.7.2005 00:01
Ófriðarský yfir Arnardal Leiðtogafundur G8-ríkjanna hófst í gær í skugga fjölmennra mótmæla. Fámennur hópur óeirðaseggja stal þó senunni þar sem hann óð uppi með ofbeldi og skrílslátum. Erlent 6.7.2005 00:01
Sendiherrann verður aflífaður Sendiherra Egyptalands í Írak verður tekinn af lífi, samkvæmt tilkynningu sem sögð er vera frá Al-Qaida samtökunum og birtist á íslamskri vefsíðu síðdegis. Sendiherranum var rænt í Bagdad síðastliðinn laugardag. Erlent 6.7.2005 00:01
Bush hjólar á lögregluþjón George W. Bush Bandaríkjaforseti fékk sér hjólreiðatúr við komuna til Gleneagles í Skotlandi í gær þar sem leiðtogafundur G8-ríkjanna fer fram. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að forsetinn rann í bleytu og lenti í árekstri við lögreglumann sem var á gangi á svæðinu. Erlent 6.7.2005 00:01
Mótmælendur réðust á lögreglumenn Um þrjú hundruð mótmælendur réðust nú í morgunsárið á lögreglumenn nærri Gleneagles þar sem fundur leiðtoga G8-ríkjanna verður haldinn. Mótmælendurnir þrömmuðu um götur nærri fundarstaðnum og brutu rúður og létu öllum illum látum og létu svo til skarar skríða gegn lögreglumönnum, vopnaðir flöskum, steinum og járnstöngum. Erlent 6.7.2005 00:01
Lundúnir hrepptu hnossið Mikill fögnuður braust út í Lundúnum í gær þegar tilkynnt var að Ólympíuleikarnir 2012 verði haldnir í borginni. París hafði fram til gærdagsins verið talin líklegust til að verða valin og því voru vonbrigði Frakka með ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar mikil. Erlent 6.7.2005 00:01
Átta lögreglumenn á sjúkrahús Þúsundir mótmælenda hafa komið sér fyrir í grennd við hótelið í Gleneagles, skammt frá Edinborg í Skotlandi, þar sem fundur leiðtoga G8-ríkjanna hefst senn. Til harðra átaka kom á milli mótmælenda og öryggislögreglu í dag vegna fundarins og hafa átta lögreglumenn þegar verið sendir á sjúkrahús vegna meiðsla. Erlent 6.7.2005 00:01
Þrefaldar líkurnar á áráttuhegðun Streptókokkasýking í hálsi þrefaldar líkurnar á áráttukenndri hegðun hjá börnum, samkvæmt nýrri rannsókn lækna í Chicago. Niðurstöðurnar benda til þess að mótefni líkamans við streptókokkum ráðist ekki bara á þá heldur líka ákveðnar heilafrumur sem valdi vöðvakippum eða áráttukenndri hegðun. Erlent 6.7.2005 00:01
Aftökum verði flýtt Repúblikanar hyggjast leggja fram frumvarp á bandaríska þinginu sem miðar að því að aftökum manna sem dæmdir hafa verið til dauða verði flýtt. Þingmennirnir tveir sem ætla að mæla fyrir frumvarpinu segja að allt of algengt sé að fangar sem fengið hafi dauðadóm fái ítrekað að áfrýja dóminum sem geri það að verkum að aftakan frestast um allt að 25 ár. Erlent 6.7.2005 00:01
Handtóku andlegan leiðtoga Zarqawi Yfirvöld í Jórdaníu handtóku í nótt Issam Barqawi sem er andlegur leiðtogi Al-Zarqawis, leiðtoga Al-Qaida í Írak. Barqawi var í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina þegar handtakan fór fram. Hann er sagður hafa kennt Zarqawi íslamska hugmyndafræði á árunum 1995 til 1999 þegar þeir deildu fangaklefa. Erlent 6.7.2005 00:01
Ætlaði í próf fyrir systur sína Athugulir gangaverðir í ríkisháskólanum í Moskvu komu upp um svik ungs manns sem ætlaði að fara þar í próf í staðinn fyrir systur sína sem var ekki nægilega vel undirbúin. Hann klæddi sig í kvenmannsföt og setti á sig farða, gervibrjóst og hárkollu en gangavörðunum þótti unga konan svo ýkt kvenleg að þeir fóru að kanna málið nánar. Erlent 6.7.2005 00:01
Komu upp um barnaræningja Lögreglan í Íran hefur komið upp um hring glæpamanna sem grunaður er um að hafa stolið minnst 63 börnum af sjúkrahúsum landsins og selt þau svo til barnlausra hjóna. Alls hafa tuttugu og sex manns verið handteknir vegna málsins, þar af tveir læknar og eins fleira fólk sem starfar á sjúkrahúsunum sem börnunum hefur verið rænt af. Erlent 6.7.2005 00:01
Þrettán ákærðir vegna bankaráns Þrettán menn hafa verið ákærðir í Noregi vegna bankaráns sem framið var í Stafangri í apríl á síðasta ári en ræningjarnir höfðu jafnvirði um 600 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu. Einn lögreglumaður var myrtur í ráninu sem vakti mikinn óhug meðal norsku þjóðarinnar. Erlent 6.7.2005 00:01
Fangelsaðir fyrir þagmælsku Opinber saksóknari í Bandaríkjunum mælist til þess að tveir blaðamenn verði fangelsaðir fyrir að neita að gefa upp heimildarmenn sína. Blaðamennirnir starfa fyrir <em>New York Times</em> og tímaritið<em> Time</em> og þeir neita að gefa upp heimildir sínar fyrir nafnbirtingu á starfsmanni leyniþjónustunnar. Erlent 6.7.2005 00:01
Sendiherrar múslimaríkja skotmörk Uppreisnarmenn í Írak hafa fundið sér ný skotmörk í baráttu sinni, erindreka annarra múslimaríkja sem starfa í landinu. Þeir hyggjast þar með fæla trúbræður sína frá því að mynda tengsl við ríkisstjórn Íraks sem starfar í skjóli bandarískrar herverndar. Erlent 5.7.2005 00:01
Skotbardagi á Indlandi Indverskar öryggissveitir skutu í morgun fimm vopnaða menn til bana. Mennirnir fimm réðust í morgun ásamt fleirum inn í bænahús hindúa og múslima vopnaðir byssum. Lögreglan kom þegar á staðinn og til skotbardaga kom. Honum lauk fljótlega með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 5.7.2005 00:01
Minnismerki tekin niður Verkamenn hófu í gær að taka niður 1.067 krossa á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar sem settir höfðu verið niður til minningar um þá sem féllu fyrir kúlum austur-þýskra landamæravarða á tímum kalda stríðsins. Erlent 5.7.2005 00:01
Dani hótaði Bush Þrítugur Dani hefur verið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald fyrir að hafa sent George Bush Bandaríkjaforseta líflátshótun. Erlent 5.7.2005 00:01
Sprengjuárás í Rússlandi Sprengja sprakk við lögreglustöð í bæ nálægt Chechnyu í Rússlandi í dag. Enn er ekki vitað hversu margir kunna að hafa slasast í sprengingunni en unnið er að björgunaraðgerðum. Enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér. Þá fórust tíu manns er sprengja sprakk í sama bæ á föstudag en þá þá báru öfgasinnaðir múslimar ábyrgð á verknaðinum. Erlent 5.7.2005 00:01
Við öllu búnir í Gleneagle Lögreglan í Edinborg telur að um hundrað manns sem mótmæltu leiðtogafundi G8 ríkjanna í gær, kunni að sæta ákæru vegna málsins. Til harðra átaka hefur komið á milli mótmælenda og óeirðalögreglu. Erlent 5.7.2005 00:01
Skotið að bíl í Bagdad Skotið var að bifreið sendiráðs Rússlands í Írak í dag. Tveir embættismenn voru í bílnum en hvorugan þeirra sakaði. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins sagði á fréttamannafundi að skotárásinni hafi ekki verið beint sérstaklega að bifreiðinni, heldur skutu uppreisnarmenn á allt sem hreyfðist. Erlent 5.7.2005 00:01
Hryðjuverki afstýrt Bosnísk lögregluyfirvöld skýrðu frá því í gær að talsvert magn sprengiefna hefði fundist á minningarreit um fjöldamorðin í Srebrenica en þar fer fjölmenn athöfn fram í næstu viku. Erlent 5.7.2005 00:01
Fleiri við gæslu en að mótmæla Um 200 mótmælendur gengu um götur Kaupmannahafnar í gær og mótmæltu komu George Bush til landsins. Mótmælendurnir voru svartklæddir og gengu um með skilti þar sem Bush var tjáð að hann væri óvelkominn. Einn var handtekinn fyrir að brenna bandaríska fánann. Erlent 5.7.2005 00:01
Hútúar unnu kosningarnar Flokkur uppreisnarmanna virðist hafa unnið meirihluta í þingkosningunum í Afríkuríkinu Búrúndí, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu í tólf ár. Erlent 5.7.2005 00:01
Staðsetning ræðst í dag Í dag mun Alþjóðaólympíunefndin greina frá því hvar Ólympíuleikarnir verða haldnir árið 2012. Fundur nefndarinnar fer fram í Singapúr og af því tilefni hefur fjöldi áhrifamanna haldið þangað til að auka möguleika sinna borga. Erlent 5.7.2005 00:01
Jarðskjálfti á Súmötru Öflugur jarðskjálfti upp á sex til sex komma sjö á richter skók eyjuna Súmötru á Indónesíu rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Ekki hafa borist neinar fregnir af skaða á fólki, né eignatjóni. Fjöldi fólks hljóp upp á hæðir af ótta við flóðbylgju í kjölfar skjálftans. Erlent 5.7.2005 00:01
Herinn burt Leiðtogar Rússlands, Kína og fyrrum Sovétlýðvelda í Mið-Asíu samþykktu ályktun á fundi sínum í Kasakstan í gær þar sem skorað var á bandarísk stjórnvöld að draga herlið sitt frá Úsbekistan og Kirgisistan eins fljótt og auðið er. Erlent 5.7.2005 00:01