Erlent

Létust í rútuslysi í Víetnam

Þrjátíu og einn maður lét lífið þegar rúta ók út af fjallvegi í Kon Tum héraði í Víetnam í dag. Hinir látnu voru allir fyrrverandi hermenn á leið til Ho Chi Minh borgar til að minnast þess að 30 ár eru síðan Víetnamstríðinu lauk. Aðeins tveir úr rútunni lifðu slysið af, annar þeirra rútubílstjórinn.

Erlent

benedictxvi@vatican.va

Aðdáendaklúbbur Benedikts XVI páfa var starfræktur þegar hann var kardínáli og hét Joseph Ratzinger og hélt úti heimasíðu honum til heiðurs. Páfagarður hefur nú ákveðið að láta æðsta mann kirkjunnar fá netfang svo guðhræddir menn geta sent páfanum bænir eða létt á hjarta sínu.

Erlent

Vargöldin heldur áfram

Ekkert lát er á átökum í Írak. Ellefu týndu lífi þegar flugskeytaárás var gerð á þyrlu í gær og reynt var að ráða forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar af dögum.

Erlent

Gutierrez flúinn til Brasilíu

Brasilísk stjórnvöld hafa skotið skjólshúsi yfir Lucio Gutierrez, fyrrum forseta Ekvador, sem ekvadorska þingið svipti völdum á miðvikudag. Gutierrez, sem um hríð hefur verið sakaður um valdníðslu, dvelur nú í brasilíska sendiráðinu í Quito en verður fluttur til Brasilíu innan skamms.

Erlent

Andstaða í Frakklandi eykst

Andstæðingum stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi vex enn ásmegin því samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag eru 58 prósent andvíg henni. Þetta er mesta andstaða sem mælst hefur gegn stjórnarskránni í landinu, en gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu 29. maí næstkomandi.

Erlent

Gutierrez fær hæli í Brasilíu

Lucio Gutierrez, hinum brottrekna forseta Ekvadors, var í dag veitt pólitískt hæli í Brasilíu, daginn eftir að þing landsins vék honum úr embætti. Gutierrez leitaði til brasilíska sendiráðsins í Quito, höfuðborg Ekvadors, í gær í kjölfar brottvikningarinnar en eftirmaður hans, varaforsetinn Alfredo Palacio, hafði gefið út handtökuskipun á hendur honum.

Erlent

Forseti Ítalíu leitar hófanna

Forseti Ítalíu hóf viðræður við formenn ítölsku þingflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Silvio Berlusconi forsætisráðherra baðst lausnar á miðvikudag, en sagðist hafa í hyggju að mynda aðra ríkisstjórn.

Erlent

Sprenging í Sambíu

51 maður fórst í sprengiefnaverksmiðju í Sambíu í fyrradag. 26 er enn saknað og er óttast að þeir séu einnig látnir.

Erlent

Vill breytingar í Hvíta-Rússlandi

Hvíta-Rússland er síðasta einræðisríkið í Mið-Evrópu og þar er tímabært að breytingar verði gerðar, segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent

Afskipti ekki sögð tímabær

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna ræddu í gær hlutverk bandalagsins í Miðausturlöndum og komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært fyrir NATO að hafa afskipti af framgangi mála þar. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, hefur lagt til að bandalagið styðji friðarsamkomulag fyrir botni Miðjarðarhafs verði þess farið á leit en þær hugmyndir voru ekki studdar.

Erlent

NATO treystir tengslin við Úkraínu

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantsshafsbandalagsins eru sammála um að efla skuli hernaðar- og pólitíska samvinnu við Úkraínu og gáfu Úkraínumönnum þar með vonir um að geta gengið í bandalagið á næstu árum.

Erlent

Lifði af tvær bjarndýrsárásir

Fimmtugur maður í Alaska lenti í heldur óskemmtilegri reynslu snemma í síðustu viku þegar björn réðst á hann þar sem hann var að skokka. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi ef þetta væri ekki annað sinn sem hann verður fyrir árás bjarndýrs. Fyrir 38 árum réðst björn á hann þar sem hann var í göngutúr í skógi í Alaska en þá slapp hann með skrámur á höndum og fótum.

Erlent

Rice hallmælti Lúkasjenkó

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti sjö andófsmenn frá Hvíta-Rússlandi í Litháen í gær og lofaði þá fyrir baráttu sína gegn "síðasta harðstjóranum í Mið-Evrópu," og vísaði þar til Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins, sem hefur stjórnað með harðri hendi undanfarin ellefu ár.

Erlent

Frelsaðar úr klóm ræningja

Filippeyskir hermenn frelsuðu í gær 13 konur úr klóm mannræningja eftir mikinn eltingarleik. Tveir ræningjanna lágu í valnum eftir að til átaka kom og einn hermaður. Íslamskir skæruliðar aðstoðuðu hermennina í leitinni.

Erlent

Sprengja sprakk við híbýli Allawis

Öflug sprengja var sprengd fyrir utan híbýli bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, Iyads Allawis, í gærkvöldi. Í morgun lýsti al-Qaida í Írak því yfir að samtökin hefðu sent hryðjuverkamenn sína til þess að ráða Allawi af dögum. Mennirnir hefðu verið sendir til höfuðstöðva trúleysingjanna og bandamanna þeirra úr röðum gyðinga og kristinna. Allawi komst undan þessari ör, segir í tilkynningunni, en það eru fleiri örvar til.

Erlent

Kannar stuðning við Berlusconi

Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, ræðir sem stendur við fulltrúa allra flokka á ítalska þinginu til að reyna að skera úr um hvort að Silvio Berlusconi njóti nægs stuðnings til að fá umboð til stjórnarmyndunar. Berlusconi sagði af sér embætti í gær en vill mynda nýja stjórn með sömu flokkum og mynduðu fyrri stjórnina.

Erlent

Al-Zarqawi með kjarnorkusprengju?

Leiðtogi al-Qaida í Írak ræður yfir kjarnorkusprengju. Þessu er haldið fram í dagblaðinu <em>Washington Times</em> í dag og vitnað í ónafngreinda leyniþjónustumenn.

Erlent

Fimmtíu lík í Tígris

Fimmtíu lík hafa fundist í fljótinu Tígris í Írak undanfarna daga og eru þau talin vera af mönnum sem teknir voru sem gíslar í liðinni viku. Tugir manna liggja í valnum eftir ódæði gærdagsins.

Erlent

Himneskar veigar

Nýi páfinn, Benedikt XVI, messaði í fyrsta sinn og kynnti sér aðstæður í Páfagarði í dag. Í heimabæ hans er kjörinu fagnað með því að baka Ratzinger-tertu, Vatíkanbrauð og bjóða upp á Benedikts-pylsu.

Erlent

Telur vangaveltur FT langsóttar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vangaveltur Financial Times um að ein hugsanleg leið út úr þeirri kreppu sem Evrópusambandið myndi lenda í ef stjórnarskrársáttmáli þess yrði felldur væri sú að "smygla" nokkrum helstu atriðum sáttmálans inn í aðildarsamning við Ísland, vera langsóttar.

Erlent

Ólga í Tógó

Stríðandi fylkingar í tógóskum stjórnmálum reyna nú að setja niður deilur sínar á fundi í nágrannaríkinu Níger. Forsetakosningar verða haldnar í Tógó á sunnudaginn.

Erlent

Berlusconi biðst lausnar

Valdatíma þaulsætnustu ríkisstjórnar Ítalíu frá stríðslokum lauk í gær þegar Silvio Berlusconi forsætisráðherra sagði af sér embætti Hann mun þó að líkindum mynda nýja stjórn á næstu dögum.

Erlent

Yfir 30 þúsund á svörtum lista

Stöðugt fjölgar fólki á svörtum lista Bandaríkjamanna yfir þá sem ekki mega koma með flugi til Bandaríkjanna. Hafa ellefu þúsund manns bæst við á listann síðustu sex mánuði.

Erlent

Rautt regn í Rússlandi

Það er ekki á hverjum degi sem rigning er rauð, en þegar það rignir rauðu á annað borð kemur ekki á óvart að það skuli vera í Rússlandi sem státaði lengi vel af rauðum fána og Rauða hernum.

Erlent

Kapellan fylltist af reyk

Þegar reykur sást stíga til himins úr reykháfnum sem komið hafi verið fyrir á þaki Sixtínsku kapellunnar í gær var ekki á hreinu hvort að reykurinn var hvítur eða svartur. Einn kardínálanna sem voru við kjörið greindi frá því að fyrsta tilraun til að kveikja eld hefði mistekist.

Erlent

NATO-fundur í Vilníus

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu í gær framtíðarhlutverk þess í Vilníus í Litháen en fundinum lýkur síðar í dag. Nánari tengsl við Rússland og Úkraínu, svo og aðkoma að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhaf eru á dagskránni.

Erlent

50 lík fundust í Tígris-ánni

Fimmtíu lík fundust á floti í ánni Tígris, skammt frá Bagdad, í dag. Talið er að þau séu af gíslum úr röðum sjíta sem mannræningjar úr röðum súnníta rændu fyrir helgi.

Erlent

Fjórir féllu í Írak

Tveir bandarískir hermenn féllu í valinn í sjálfsmorðssprengjuárás í suðurhluta Bagdad í nótt. Fjórir Bandaríkjamenn og sjö Írakar særðust í árásinni. Í morgun féllu svo tveir í valinn og fimm særðust þegar bílsprengja sprakk vestur af Bagdad.

Erlent