Erlent

Þrettán ákærðir vegna bankaráns

Þrettán menn hafa verið ákærðir í Noregi vegna bankaráns sem framið var í Stafangri í apríl á síðasta ári en ræningjarnir höfðu jafnvirði um 600 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu. Einn lögreglumaður var myrtur í ráninu sem vakti mikinn óhug meðal norsku þjóðarinnar. Réttarhöld í málinu hefjast í september á þessu ári. Höfuðpaurinn, David Toska, hefur viðurkennt að hafa skipulagt ránið. Hinir ákærðu eiga yfir höfði sér 21 árs fangelsi, verði þeir fundnir sekir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×