Erlent

Átta lögreglumenn á sjúkrahús

Þúsundir mótmælenda hafa komið sér fyrir í grennd við hótelið í Gleneagles, skammt frá Edinborg í Skotlandi, þar sem fundur leiðtoga G8-ríkjanna hefst senn. Leiðtogarnir funda meðal annars um gróðurhúsaáhrif og fátækt í Afríku og er gríðarleg öryggisgæsla við hótelið. Til harðra átaka kom á milli mótmælenda og öryggislögreglu í dag vegna fundarins og hafa átta lögreglumenn þegar verið sendir á sjúkrahús vegna meiðsla. Um 60 manns hafa verið handteknir vegna átakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×