Erlent

Aftökum verði flýtt

Repúblikanar hyggjast leggja fram frumvarp á bandaríska þinginu sem miðar að því að aftökum manna sem dæmdir hafa verið til dauða verði flýtt. Þingmennirnir tveir sem ætla að mæla fyrir frumvarpinu segja að allt of algengt sé að fangar sem fengið hafi dauðadóm fái ítrekað að áfrýja dóminum sem geri það að verkum að aftakan frestast um allt að 25 ár. Aftökum hefur fækkað mikið í Bandaríkjunum undanfarin ár en þegar mest lét á seinni hluta tíunda áratugarins fóru um 300 aftökur fram á ári í landinu. Á síðasta ári fór fjöldinn hins vegar niður í 58 og það sem af er þessu ári hafa „aðeins“ 27 fangar verið líflátnir. Meðaltíminn sem líður frá því dauðadómur fellur og þar til honum er fullnægt er tæplega tólf ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×