Erlent

Neita að sleppa föngum

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er.

Erlent

30 kílómetra löng röð fólks

Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna.

Erlent

Ein fallegasta múmía sögunnar

Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum.  Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega.

Erlent

Jarðskjálfti skekur Japan

Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans.

Erlent

Tony Blair hvattur til afsagnar

Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra.

Erlent

Hundruð flóttamanna á hverri nóttu

Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn.

Erlent

Samflokksmenn Blairs vilja afsögn

Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda.

Erlent

Hringurinn þrengist um al-Zarqawi

Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma.

Erlent

15 taldir af eftir flugslys

Óttast er að fimmtán manns, eða þrettán farþegar og tveir flugmenn, hafi farist þegar tveggja hreyfla flugvél hrapaði í norðausturhluta Ástralíu í morgun. Veður var afleitt á staðnum þegar vélin fórst.

Erlent

Vilja N-Kóreu að samningaborðinu

Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn.

Erlent

Bush mærir Letta

George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar þeim skrefum sem yfirvöld í Lettlandi hafa stigið í átt til frelsis og lýðræðis eftir að landið varð frjálst frá Sovétríkjunum. Bush kom í opinbera heimsókn til Lettlands í gær og markar það upphaf heimsóknar hans til Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum Síðari heimstyrjaldar.

Erlent

Þrjár sprengjur sprungu samtímis

Þrjár sprengjur sprungu nánast á sama tíma í jafnmörgum verslunarmiðstöðvum í Yangon, höfuðborg Burma, í morgun. Fjöldi fólks særðist en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um mannskaða, þ.á m. hvort einhver hafi látist.

Erlent

13 létust í bílsprengingu

Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni.

Erlent

Raffarin í skyndi á sjúkrahús

Forsætisráðherra Frakklands, Jean-Pierre Raffarin, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna sýkingar í þvagblöðru, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hann mun gangast undir aðgerð síðdegis.

Erlent

Aðgerðin tókst vel

Aðgerðin sem Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, gekkst undir í dag tókst vel að sögn talsmanns í franska varnarmálaráðuneytinu. Ráðherrann var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna gallsteinkasts. Upphaflega sagði Reuters-fréttastofan að um sýkingu í þvagblöðru væri að ræða, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag, en leiðrétti það skömmu síðar.</font />

Erlent

Trimble lætur af embætti

David Trimble, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, lét af formennsku flokksins í dag eftir slæma útkomu hans í kosningunum í fyrradag. Trimble hefur verið formaður flokksins frá árinu 1995 en hann missti sæti sitt á þingi í kjölfar kosninganna.

Erlent

Blair heitir róttækum umbótum

Tony Blair hefur heitið róttækum umbótum heimafyrir í heilbrigðismálum, menntamálum og málefnum innflytjenda. Varðandi utanríkismálin telur hann fátækt í Afríku og deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna meðal þess sem hann vill setja efst á forgangslistann.

Erlent

Grimmdarverk nasista liðin tíð

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir eindregnum stuðningi við umsókn Þjóðverja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann segir Þjóðverja hafa lært af sögunni og að grimmdarverk þeirra í líkingu við þau sem nasistar frömdu á tímum Síðari heimsstyrjaldar séu liðin tíð.

Erlent

Aðstoðarmaður al-Zarqawis í haldi

Öryggissveitir Íraka hafa handsamað náinn aðstoðarmann hryðjuverkaleiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Aðstoðarmaðurinn, Ghassan al-Rawi, hefur verið innsti koppur í búri í skipulagningu árása uppreisnarmanna í bænum Rawa í vesturhluta Íraks.

Erlent

Norsk ESB-stjórn nánast útilokuð

Nær ómögulegt er að mynda norska ríkisstjórn sem er hlynnt aðild að Evrópusambandinu og Norðmenn munu ekki fylgja Íslendingum kysum við að ganga í sambandið. Þetta segir varaformaður norsku samtakanna Nei til EU.

Erlent

Rokktónleikar á Kúbu

Þúsundir Kúbverja mættu á tónleika í Havana á Kúbu á föstudagskvöldið til að hlýða á bandarísku rokkhljómsveitina Audioslave.

Erlent

Trimble segir af sér

Róttækir flokkar kaþólikka og mótmælenda fengu flest þingsæti Norður-Íra í bresku þingkosningunum, á kostnað hófsamari flokka.

Erlent

Bílsprengjur í Bagdad

Hryðjuverkamenn létu sem fyrr að sér kveða í Írak í gær en þá fórust 22 í tveimur bílsprengjuárásum í Bagdad. Áströlskum gísl hefur verið hótað lífláti kalli Ástralir ekki hersveitir sínar heim á næstu dögum.

Erlent

Stríðsloka í Evrópu minnst

Sextíu ár eru í dag liðin síðan nasistastjórnin í Þýskalandi gafst upp fyrir herjum bandamanna. Þess er víða minnst um Evrópu um helgina en hátíðahöldin ná hámarki í Moskvu á morgun.

Erlent

Þrír létust í sprengingunum

Þrír létust í sprengingunum þremur sem áttu sér stað nánast samtímis á verslunarráðstefnu í Mjanmar, sem áður hét Burma, í dag og greint var frá á Vísi í morgun. Auk hinna látnu liggur tugur manna særður.

Erlent

Stjórnin stendur tæpt

Verkamannaflokkurinn hefur 66 sæta meirihluta í breska þinginu en úrslit bresku þingkosninganna lágu endanlega ljós fyrir í gær. Sá meirihluti gæti reynst ríkisstjórninni of naumur til að koma umdeildum málum í gegn.

Erlent

60 ár frá uppgjöf nasista

Sextíu ár eru liðin í dag, 7. maí, frá því að nasistar gáfust upp fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðinu lauk svo formlega tveimur dögum síðar.

Erlent

Lögregla lokar Manhattan-brúnni

Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld.

Erlent

58 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp.

Erlent

Með myndir af tilræðismanninum

Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað.

Erlent