Erlent Neita að sleppa föngum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er. Erlent 8.5.2005 00:01 30 kílómetra löng röð fólks Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Erlent 8.5.2005 00:01 Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Erlent 8.5.2005 00:01 Jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans. Erlent 8.5.2005 00:01 Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. Erlent 8.5.2005 00:01 Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Erlent 8.5.2005 00:01 Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 8.5.2005 00:01 Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 8.5.2005 00:01 15 taldir af eftir flugslys Óttast er að fimmtán manns, eða þrettán farþegar og tveir flugmenn, hafi farist þegar tveggja hreyfla flugvél hrapaði í norðausturhluta Ástralíu í morgun. Veður var afleitt á staðnum þegar vélin fórst. Erlent 7.5.2005 00:01 Vilja N-Kóreu að samningaborðinu Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn. Erlent 7.5.2005 00:01 Bush mærir Letta George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar þeim skrefum sem yfirvöld í Lettlandi hafa stigið í átt til frelsis og lýðræðis eftir að landið varð frjálst frá Sovétríkjunum. Bush kom í opinbera heimsókn til Lettlands í gær og markar það upphaf heimsóknar hans til Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum Síðari heimstyrjaldar. Erlent 7.5.2005 00:01 Þrjár sprengjur sprungu samtímis Þrjár sprengjur sprungu nánast á sama tíma í jafnmörgum verslunarmiðstöðvum í Yangon, höfuðborg Burma, í morgun. Fjöldi fólks særðist en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um mannskaða, þ.á m. hvort einhver hafi látist. Erlent 7.5.2005 00:01 13 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Erlent 7.5.2005 00:01 Raffarin í skyndi á sjúkrahús Forsætisráðherra Frakklands, Jean-Pierre Raffarin, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna sýkingar í þvagblöðru, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hann mun gangast undir aðgerð síðdegis. Erlent 7.5.2005 00:01 Aðgerðin tókst vel Aðgerðin sem Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, gekkst undir í dag tókst vel að sögn talsmanns í franska varnarmálaráðuneytinu. Ráðherrann var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna gallsteinkasts. Upphaflega sagði Reuters-fréttastofan að um sýkingu í þvagblöðru væri að ræða, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag, en leiðrétti það skömmu síðar.</font /> Erlent 7.5.2005 00:01 Trimble lætur af embætti David Trimble, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, lét af formennsku flokksins í dag eftir slæma útkomu hans í kosningunum í fyrradag. Trimble hefur verið formaður flokksins frá árinu 1995 en hann missti sæti sitt á þingi í kjölfar kosninganna. Erlent 7.5.2005 00:01 Blair heitir róttækum umbótum Tony Blair hefur heitið róttækum umbótum heimafyrir í heilbrigðismálum, menntamálum og málefnum innflytjenda. Varðandi utanríkismálin telur hann fátækt í Afríku og deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna meðal þess sem hann vill setja efst á forgangslistann. Erlent 7.5.2005 00:01 Grimmdarverk nasista liðin tíð Vladímir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir eindregnum stuðningi við umsókn Þjóðverja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann segir Þjóðverja hafa lært af sögunni og að grimmdarverk þeirra í líkingu við þau sem nasistar frömdu á tímum Síðari heimsstyrjaldar séu liðin tíð. Erlent 7.5.2005 00:01 Aðstoðarmaður al-Zarqawis í haldi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað náinn aðstoðarmann hryðjuverkaleiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Aðstoðarmaðurinn, Ghassan al-Rawi, hefur verið innsti koppur í búri í skipulagningu árása uppreisnarmanna í bænum Rawa í vesturhluta Íraks. Erlent 7.5.2005 00:01 Norsk ESB-stjórn nánast útilokuð Nær ómögulegt er að mynda norska ríkisstjórn sem er hlynnt aðild að Evrópusambandinu og Norðmenn munu ekki fylgja Íslendingum kysum við að ganga í sambandið. Þetta segir varaformaður norsku samtakanna Nei til EU. Erlent 7.5.2005 00:01 Rokktónleikar á Kúbu Þúsundir Kúbverja mættu á tónleika í Havana á Kúbu á föstudagskvöldið til að hlýða á bandarísku rokkhljómsveitina Audioslave. Erlent 7.5.2005 00:01 Trimble segir af sér Róttækir flokkar kaþólikka og mótmælenda fengu flest þingsæti Norður-Íra í bresku þingkosningunum, á kostnað hófsamari flokka. Erlent 7.5.2005 00:01 Bílsprengjur í Bagdad Hryðjuverkamenn létu sem fyrr að sér kveða í Írak í gær en þá fórust 22 í tveimur bílsprengjuárásum í Bagdad. Áströlskum gísl hefur verið hótað lífláti kalli Ástralir ekki hersveitir sínar heim á næstu dögum. Erlent 7.5.2005 00:01 Stríðsloka í Evrópu minnst Sextíu ár eru í dag liðin síðan nasistastjórnin í Þýskalandi gafst upp fyrir herjum bandamanna. Þess er víða minnst um Evrópu um helgina en hátíðahöldin ná hámarki í Moskvu á morgun. Erlent 7.5.2005 00:01 Þrír létust í sprengingunum Þrír létust í sprengingunum þremur sem áttu sér stað nánast samtímis á verslunarráðstefnu í Mjanmar, sem áður hét Burma, í dag og greint var frá á Vísi í morgun. Auk hinna látnu liggur tugur manna særður. Erlent 7.5.2005 00:01 Stjórnin stendur tæpt Verkamannaflokkurinn hefur 66 sæta meirihluta í breska þinginu en úrslit bresku þingkosninganna lágu endanlega ljós fyrir í gær. Sá meirihluti gæti reynst ríkisstjórninni of naumur til að koma umdeildum málum í gegn. Erlent 7.5.2005 00:01 60 ár frá uppgjöf nasista Sextíu ár eru liðin í dag, 7. maí, frá því að nasistar gáfust upp fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðinu lauk svo formlega tveimur dögum síðar. Erlent 7.5.2005 00:01 Lögregla lokar Manhattan-brúnni Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Erlent 6.5.2005 00:01 58 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 6.5.2005 00:01 Með myndir af tilræðismanninum Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað. Erlent 6.5.2005 00:01 « ‹ ›
Neita að sleppa föngum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er. Erlent 8.5.2005 00:01
30 kílómetra löng röð fólks Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Erlent 8.5.2005 00:01
Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Erlent 8.5.2005 00:01
Jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti skók Japan í morgun og mældist hann 4,7 á Richter. Upptök skjálftans voru skammt norður af höfuðborginni Tókýó. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum af völdum jarðskjálftans. Erlent 8.5.2005 00:01
Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. Erlent 8.5.2005 00:01
Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. Erlent 8.5.2005 00:01
Samflokksmenn Blairs vilja afsögn Þingmenn og aðrar áhrifamenn innan breska Verkamannaflokksins skora á Tony Blair forsætisráðherra að láta af embætti áður en þriðja kjörtímabil hans er á enda. Erlent 8.5.2005 00:01
Hringurinn þrengist um al-Zarqawi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað lykilmann í hryðjuverkahópi Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Þetta er annar háttsettur leiðtogi innan skæruliðahóps Zarqawis sem handsamður er á stuttum tíma. Erlent 8.5.2005 00:01
15 taldir af eftir flugslys Óttast er að fimmtán manns, eða þrettán farþegar og tveir flugmenn, hafi farist þegar tveggja hreyfla flugvél hrapaði í norðausturhluta Ástralíu í morgun. Veður var afleitt á staðnum þegar vélin fórst. Erlent 7.5.2005 00:01
Vilja N-Kóreu að samningaborðinu Stjórnvöld í Evrópu og Asíu skora á Norður-Kóreu að setjast aftur að samningaborðinu og ræða kjarnorkuvopnaáætlun landsins, án frekari tafa. Talið er að Norður-Kórea sé að undirbúa tilraunir með kjarnorkuvopn. Erlent 7.5.2005 00:01
Bush mærir Letta George Bush, forseti Bandaríkjanna, fagnar þeim skrefum sem yfirvöld í Lettlandi hafa stigið í átt til frelsis og lýðræðis eftir að landið varð frjálst frá Sovétríkjunum. Bush kom í opinbera heimsókn til Lettlands í gær og markar það upphaf heimsóknar hans til Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum Síðari heimstyrjaldar. Erlent 7.5.2005 00:01
Þrjár sprengjur sprungu samtímis Þrjár sprengjur sprungu nánast á sama tíma í jafnmörgum verslunarmiðstöðvum í Yangon, höfuðborg Burma, í morgun. Fjöldi fólks særðist en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um mannskaða, þ.á m. hvort einhver hafi látist. Erlent 7.5.2005 00:01
13 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Erlent 7.5.2005 00:01
Raffarin í skyndi á sjúkrahús Forsætisráðherra Frakklands, Jean-Pierre Raffarin, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna sýkingar í þvagblöðru, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hann mun gangast undir aðgerð síðdegis. Erlent 7.5.2005 00:01
Aðgerðin tókst vel Aðgerðin sem Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, gekkst undir í dag tókst vel að sögn talsmanns í franska varnarmálaráðuneytinu. Ráðherrann var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna gallsteinkasts. Upphaflega sagði Reuters-fréttastofan að um sýkingu í þvagblöðru væri að ræða, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag, en leiðrétti það skömmu síðar.</font /> Erlent 7.5.2005 00:01
Trimble lætur af embætti David Trimble, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, lét af formennsku flokksins í dag eftir slæma útkomu hans í kosningunum í fyrradag. Trimble hefur verið formaður flokksins frá árinu 1995 en hann missti sæti sitt á þingi í kjölfar kosninganna. Erlent 7.5.2005 00:01
Blair heitir róttækum umbótum Tony Blair hefur heitið róttækum umbótum heimafyrir í heilbrigðismálum, menntamálum og málefnum innflytjenda. Varðandi utanríkismálin telur hann fátækt í Afríku og deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna meðal þess sem hann vill setja efst á forgangslistann. Erlent 7.5.2005 00:01
Grimmdarverk nasista liðin tíð Vladímir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir eindregnum stuðningi við umsókn Þjóðverja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann segir Þjóðverja hafa lært af sögunni og að grimmdarverk þeirra í líkingu við þau sem nasistar frömdu á tímum Síðari heimsstyrjaldar séu liðin tíð. Erlent 7.5.2005 00:01
Aðstoðarmaður al-Zarqawis í haldi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað náinn aðstoðarmann hryðjuverkaleiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Aðstoðarmaðurinn, Ghassan al-Rawi, hefur verið innsti koppur í búri í skipulagningu árása uppreisnarmanna í bænum Rawa í vesturhluta Íraks. Erlent 7.5.2005 00:01
Norsk ESB-stjórn nánast útilokuð Nær ómögulegt er að mynda norska ríkisstjórn sem er hlynnt aðild að Evrópusambandinu og Norðmenn munu ekki fylgja Íslendingum kysum við að ganga í sambandið. Þetta segir varaformaður norsku samtakanna Nei til EU. Erlent 7.5.2005 00:01
Rokktónleikar á Kúbu Þúsundir Kúbverja mættu á tónleika í Havana á Kúbu á föstudagskvöldið til að hlýða á bandarísku rokkhljómsveitina Audioslave. Erlent 7.5.2005 00:01
Trimble segir af sér Róttækir flokkar kaþólikka og mótmælenda fengu flest þingsæti Norður-Íra í bresku þingkosningunum, á kostnað hófsamari flokka. Erlent 7.5.2005 00:01
Bílsprengjur í Bagdad Hryðjuverkamenn létu sem fyrr að sér kveða í Írak í gær en þá fórust 22 í tveimur bílsprengjuárásum í Bagdad. Áströlskum gísl hefur verið hótað lífláti kalli Ástralir ekki hersveitir sínar heim á næstu dögum. Erlent 7.5.2005 00:01
Stríðsloka í Evrópu minnst Sextíu ár eru í dag liðin síðan nasistastjórnin í Þýskalandi gafst upp fyrir herjum bandamanna. Þess er víða minnst um Evrópu um helgina en hátíðahöldin ná hámarki í Moskvu á morgun. Erlent 7.5.2005 00:01
Þrír létust í sprengingunum Þrír létust í sprengingunum þremur sem áttu sér stað nánast samtímis á verslunarráðstefnu í Mjanmar, sem áður hét Burma, í dag og greint var frá á Vísi í morgun. Auk hinna látnu liggur tugur manna særður. Erlent 7.5.2005 00:01
Stjórnin stendur tæpt Verkamannaflokkurinn hefur 66 sæta meirihluta í breska þinginu en úrslit bresku þingkosninganna lágu endanlega ljós fyrir í gær. Sá meirihluti gæti reynst ríkisstjórninni of naumur til að koma umdeildum málum í gegn. Erlent 7.5.2005 00:01
60 ár frá uppgjöf nasista Sextíu ár eru liðin í dag, 7. maí, frá því að nasistar gáfust upp fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðinu lauk svo formlega tveimur dögum síðar. Erlent 7.5.2005 00:01
Lögregla lokar Manhattan-brúnni Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Erlent 6.5.2005 00:01
58 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 6.5.2005 00:01
Með myndir af tilræðismanninum Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað. Erlent 6.5.2005 00:01