Erlent Geimskotið ekki áfallalaust Lítið stykki, um fjórir sentimetrar, brotnaði af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Nasa hefur ekki getað gefið skýringar á málinu eða sagt hvort hætta sé yfirvofandi vegna þess. Nasa hefur þó sagt að hluturinn hafi ekki rekist utan í flaugina eftir að hann brotnaði af og því ekki skemmt hana að öðru leyti. Erlent 27.7.2005 00:01 Einn sprengjumanna sagður í haldi Breska lögreglan réðst til inngöngu í hús í Birmingham fyrir dögun í gærmorgun og beittu rafbyssu til að yfirbuga mann sem að sögn vitnis og fjölmiðla er sagður vera Yasin Hassan Omar, einn þeirra fjögurra sem reyndu að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum fyrir viku. Erlent 27.7.2005 00:01 Bandaríska þjóðin efast Meirihluti Bandarísku þjóðarinnar efast um að bandamönnum takist að vinna stríðið í Írak, samkvæmt Gallup könnun sem birt var í dag. Þá telur meirihlutinn að ríkisstjórn Georges Bush hafi gefið rangar upplýsingar til þess að afla fylgis við innrás. Erlent 27.7.2005 00:01 Norður-Kóreumenn setja skilyrði Fulltrúar Norður-Kóreustjórnar sögðu í gær að hún myndi þá aðeins hætta við kjarnavopnaáætlun sína ef sú ógn sem hún telur Kóreuskaganum stafa af bandarískum kjarnavopnum er fjarlægð og samskipti við Bandaríkjastjórn færð í eðlilegt horf. Frá þessu greindi suður-kóreska fréttastofan Yonhap. Erlent 27.7.2005 00:01 Franskir barnaníðingar Franskur dómstóll sakfelldi í gær 62 einstaklinga fyrir þátttöku þeirra í hring þar sem börn voru með kerfisbundnum hætti misnotuð, þeim nauðgað og sett í vændi. Málið er það stærsta af þessu tagi sem hefur komið upp í Frakklandi. Tveir sakborninganna voru dæmdir í 28 ára fangelsi. Erlent 27.7.2005 00:01 Handtökur í Bretlandi Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Erlent 27.7.2005 00:01 Brottflutningur æfður Yfir fimm þúsund liðsmenn öryggissveita frá Ísrael hafa nú hafið æfingar á brottflutningi landtökufólks af Gasasvæðinu og Vesturbakkanum sem hefjast í næstu viku. Búist er við að fimmtíu þúsund hermenn taki þátt í að koma um níu þúsund manns af vettvangi. Erlent 27.7.2005 00:01 Sharm el-Sheik: Ekki Pakistanar Pakistanar voru ekki viðriðnir hryðjuverkin í Sharm el-Sheik. Þetta sögðu talsmenn egypskra yfirvalda í morgun og vísuðu þar með á bug fregnum um að hópur pakistanstra hryðjuverkamanna tengdist árásunum sem kostuðu nærri því níutíu manns lífið um helgina. Erlent 26.7.2005 00:01 Einn árásarmanna var Egypti Rannsóknarlögregla í Egyptalandi hefur borið kennsl á einn sjálfsmorðssprengjumannanna sem frömdu hryðjuverkaárásina í ferðamannabænum Sharm-el-Sheik við Rauðahaf í lok síðustu viku. Kvað hann vera Egypti að nafni Youssef Badran sem hafi verið í slagtogi við íslamskan öfgahóp. Egypska lögreglan tók í gær tugi manna til viðbótar til yfirheyrslu. Erlent 26.7.2005 00:01 17 ný tilfelli af sjúkdóminum Alls hafa nú 19 látist og 17 ný tilfelli greinst af dularfulla sjúkdóminum sem herjað hefur á bændur í suðurhluta Kína að undanförnu. Alls hafa 80 verið greindir með sjúkdóminn, sem hefur þó ekki fengið nafn, en allir virðast bændurnir hafa slátrað veikum svínum á undanförnum vikum. Erlent 26.7.2005 00:01 Brjálaðar ömmur vilja í herinn Brjáluðu ömmurnar í Tucson létu til sín taka í rétti í dag. Þær heimta að fá að ganga í herinn. Erlent 26.7.2005 00:01 Discovery skal í loftið Geimferjunni Discovery verður skotið á loft um hálfþrjú leytið í dag þó ekki hafi enn tekist að greina hvers vegna vandamál kom upp varðandi eldsneytistank þegar skjóta átti ferjunni á loft þann 13. júlí. Skynjari í eldsneytistanki bilaði þegar geimfararnir voru að ganga um borð og var þá hætt við geimskotið. Erlent 26.7.2005 00:01 Tengsl milli hryðjuverka og Íraks Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Erlent 26.7.2005 00:01 Ítalir óttast hryðjuverk Mikill meirihluti ítölsku þjóðarinnar á von á að hryðjuverkaárás verði gerð í landinu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London á dögunum. Erlent 26.7.2005 00:01 Lögreglumaður drap 2 og særði 4 Tveir féllu og fjórir eru sárir eftir að ríflega sextugur lögreglumaður á eftirlaunum gekk berserksgang í bænum Stade í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi í gærkvöldi. Svo virðist sem harkalegt rifrildi milli mannsins og unnustu hans á miðri götu hafi vakið athygli vegfarenda sem reyndu að skakka leikinn. Þá dró maðurinn upp byssu og skaut á fólkið. Erlent 26.7.2005 00:01 Mikill taugatitringur fyrir skotið Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað. Erlent 26.7.2005 00:01 Morðingi van Gogh dæmdur Dómstóll í Amsterdam dæmdi í gær Mohammed Bouyeri, sem játaði á sig morðið á kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh, í lífstíðarfangelsi - það er hámarksrefsingu. Hið hrottalega morð á van Gogh, sem var framið um hábjartan dag í byrjun nóvember, olli mikilli reiði í Hollandi og jók áhyggjur af "heimaöldum" íslömskum öfgamönnum. Erlent 26.7.2005 00:01 Mótmæla stefnu lögreglu Hópur mótmælenda gekk um Lundúnaborg í gær og hrópaði að lögreglunni að sú stefna hennar, að skjóta til að drepa, væri röng. Stefna lögreglunnar varð Brasilíumanninum Jean Charles de Menezes að bana en hann hljóp á brott þegar lögreglan kallaði á eftir honum að stoppa á Stockwell-lestarstöðinni í London á föstudag. Erlent 26.7.2005 00:01 Blair segir Breta hvergi hvika Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum. Lögregla upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir misheppnuðu tilræðin í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Erlent 26.7.2005 00:01 Morðingi Gogh í lífstíðarfangelsi Lífstíðardómur var í morgun kveðinn upp yfir Mohammed Bouyeri sem játaði að hafa drepið hollenska kvikmyndagerðarmanninn Theo van Gogh. Hann kvaðst myndu gera slíkt hið sama á ný, hefði hann til þess tækifæri Erlent 26.7.2005 00:01 Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn Hundruð ættingja og vina mannsins sem lögreglan í Lundúnum skaut gengu um götur heimabæjar hans í Brasilíu í gær og mótmæltu afsökunarbeiðni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sem þeir sögðu ekki vera nógu góða. Á spjöldum sem fólkið hélt á lofti stóð að breska lögreglan væru hinir raunverulegu hryðjuverkamenn. Erlent 26.7.2005 00:01 Líkur á stórslysi 1/100 Eftir um tvo tíma tekur geimskutlan Discovery á loft, að öllu óbreyttu. Það verður fyrsta ferð geimskutlu frá því að skutlan Columbia splundraðist í aðflugi fyrir tveimur árum. Líkurnar á stórslysi af því tagi í þetta sinn eru einn á móti hundrað. Erlent 26.7.2005 00:01 2 handteknir vegna Madrídarárása Franska lögreglan handtók í morgun tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í Madríd fyrir rúmu ári. Innanríkisleyniþjónustan handtók feðga í Norður-Frakklandi, skammt frá landamærunum að Belgíu, og voru þeir fluttir til Belgíu til yfirheyrslu. Erlent 26.7.2005 00:01 Geimskotið gekk vel Allt gekk snurðulaust fyrir sig nú rétt fyrir þrjú þegar geimskutlan Discovery tók á loft frá Canaveral-höfða á Flórída. Skutlan hóf þar með fyrstu ferðina frá því að Columbia fórst árið 2003. Leiðin liggur nú að alþjóðlegu geimstöðinni á sporbraut um jörðu en þangað á að flytja mannskap og vistir. Erlent 26.7.2005 00:01 Súnníar aftur með í ferlinu Súnní-Arabar hafa aftur tekið sæti sín í nefnd sem fjallar um stjórnarskrá fyrir Írak. Þeir höfðu sniðgengið nefndina í tæpa viku til að mótmæla morðum á tveimur samstarfsmanna þeirra, Súnnía sem sæti áttu í nefndinni. Erlent 25.7.2005 00:01 Lögreglan í kappi við tímann Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Erlent 25.7.2005 00:01 Vopnuð átök um helgina Til vopnaðra átaka kom í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan nú um helgina. Þetta hafa yfirmenn hersins þar í landi viðurkennt. Erlent 25.7.2005 00:01 Lestarstöð í New York rýmd Lestarstöð í Pennsylvaníu í New York í Bandaríkjunum var lokuð og stöðin rýmd í um klukkustund í gær eftir að pakka var hent í starfsmann stöðvarinnar og sagt að í væri sprengja. Erlent 25.7.2005 00:01 Drepin af ásettu ráði Lögmenn fjölskyldu kanadísks ljósmyndara, sem lést í haldi yfirvalda í Íran fyrir tveimur árum, fullyrða að ljósmyndarinn, Zahra Kazemi að nafni, hafi verið drepinn af ásettu ráði. Zahra var handtekin fyrir utan fangelsi í Tehran, höfuðborg Írans, þar sem hún var að taka myndir en margir fanganna sem þar sitja inni hafa unnið sér það eitt til saka að vera andvígir stefnu stjórnvalda í landinu. Erlent 25.7.2005 00:01 Forsetanum mótmælt Gloria Arroyo forseti Filippseyja flutti árlegt þingávarp sína í gær við allsérstæðar aðstæður. Stjórnarandstaðan var ekki viðstödd athöfnina og utan við þinghúsið voru saman komnir tugir þúsunda mótmælenda. Erlent 25.7.2005 00:01 « ‹ ›
Geimskotið ekki áfallalaust Lítið stykki, um fjórir sentimetrar, brotnaði af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Nasa hefur ekki getað gefið skýringar á málinu eða sagt hvort hætta sé yfirvofandi vegna þess. Nasa hefur þó sagt að hluturinn hafi ekki rekist utan í flaugina eftir að hann brotnaði af og því ekki skemmt hana að öðru leyti. Erlent 27.7.2005 00:01
Einn sprengjumanna sagður í haldi Breska lögreglan réðst til inngöngu í hús í Birmingham fyrir dögun í gærmorgun og beittu rafbyssu til að yfirbuga mann sem að sögn vitnis og fjölmiðla er sagður vera Yasin Hassan Omar, einn þeirra fjögurra sem reyndu að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum fyrir viku. Erlent 27.7.2005 00:01
Bandaríska þjóðin efast Meirihluti Bandarísku þjóðarinnar efast um að bandamönnum takist að vinna stríðið í Írak, samkvæmt Gallup könnun sem birt var í dag. Þá telur meirihlutinn að ríkisstjórn Georges Bush hafi gefið rangar upplýsingar til þess að afla fylgis við innrás. Erlent 27.7.2005 00:01
Norður-Kóreumenn setja skilyrði Fulltrúar Norður-Kóreustjórnar sögðu í gær að hún myndi þá aðeins hætta við kjarnavopnaáætlun sína ef sú ógn sem hún telur Kóreuskaganum stafa af bandarískum kjarnavopnum er fjarlægð og samskipti við Bandaríkjastjórn færð í eðlilegt horf. Frá þessu greindi suður-kóreska fréttastofan Yonhap. Erlent 27.7.2005 00:01
Franskir barnaníðingar Franskur dómstóll sakfelldi í gær 62 einstaklinga fyrir þátttöku þeirra í hring þar sem börn voru með kerfisbundnum hætti misnotuð, þeim nauðgað og sett í vændi. Málið er það stærsta af þessu tagi sem hefur komið upp í Frakklandi. Tveir sakborninganna voru dæmdir í 28 ára fangelsi. Erlent 27.7.2005 00:01
Handtökur í Bretlandi Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Erlent 27.7.2005 00:01
Brottflutningur æfður Yfir fimm þúsund liðsmenn öryggissveita frá Ísrael hafa nú hafið æfingar á brottflutningi landtökufólks af Gasasvæðinu og Vesturbakkanum sem hefjast í næstu viku. Búist er við að fimmtíu þúsund hermenn taki þátt í að koma um níu þúsund manns af vettvangi. Erlent 27.7.2005 00:01
Sharm el-Sheik: Ekki Pakistanar Pakistanar voru ekki viðriðnir hryðjuverkin í Sharm el-Sheik. Þetta sögðu talsmenn egypskra yfirvalda í morgun og vísuðu þar með á bug fregnum um að hópur pakistanstra hryðjuverkamanna tengdist árásunum sem kostuðu nærri því níutíu manns lífið um helgina. Erlent 26.7.2005 00:01
Einn árásarmanna var Egypti Rannsóknarlögregla í Egyptalandi hefur borið kennsl á einn sjálfsmorðssprengjumannanna sem frömdu hryðjuverkaárásina í ferðamannabænum Sharm-el-Sheik við Rauðahaf í lok síðustu viku. Kvað hann vera Egypti að nafni Youssef Badran sem hafi verið í slagtogi við íslamskan öfgahóp. Egypska lögreglan tók í gær tugi manna til viðbótar til yfirheyrslu. Erlent 26.7.2005 00:01
17 ný tilfelli af sjúkdóminum Alls hafa nú 19 látist og 17 ný tilfelli greinst af dularfulla sjúkdóminum sem herjað hefur á bændur í suðurhluta Kína að undanförnu. Alls hafa 80 verið greindir með sjúkdóminn, sem hefur þó ekki fengið nafn, en allir virðast bændurnir hafa slátrað veikum svínum á undanförnum vikum. Erlent 26.7.2005 00:01
Brjálaðar ömmur vilja í herinn Brjáluðu ömmurnar í Tucson létu til sín taka í rétti í dag. Þær heimta að fá að ganga í herinn. Erlent 26.7.2005 00:01
Discovery skal í loftið Geimferjunni Discovery verður skotið á loft um hálfþrjú leytið í dag þó ekki hafi enn tekist að greina hvers vegna vandamál kom upp varðandi eldsneytistank þegar skjóta átti ferjunni á loft þann 13. júlí. Skynjari í eldsneytistanki bilaði þegar geimfararnir voru að ganga um borð og var þá hætt við geimskotið. Erlent 26.7.2005 00:01
Tengsl milli hryðjuverka og Íraks Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Erlent 26.7.2005 00:01
Ítalir óttast hryðjuverk Mikill meirihluti ítölsku þjóðarinnar á von á að hryðjuverkaárás verði gerð í landinu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London á dögunum. Erlent 26.7.2005 00:01
Lögreglumaður drap 2 og særði 4 Tveir féllu og fjórir eru sárir eftir að ríflega sextugur lögreglumaður á eftirlaunum gekk berserksgang í bænum Stade í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi í gærkvöldi. Svo virðist sem harkalegt rifrildi milli mannsins og unnustu hans á miðri götu hafi vakið athygli vegfarenda sem reyndu að skakka leikinn. Þá dró maðurinn upp byssu og skaut á fólkið. Erlent 26.7.2005 00:01
Mikill taugatitringur fyrir skotið Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað. Erlent 26.7.2005 00:01
Morðingi van Gogh dæmdur Dómstóll í Amsterdam dæmdi í gær Mohammed Bouyeri, sem játaði á sig morðið á kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh, í lífstíðarfangelsi - það er hámarksrefsingu. Hið hrottalega morð á van Gogh, sem var framið um hábjartan dag í byrjun nóvember, olli mikilli reiði í Hollandi og jók áhyggjur af "heimaöldum" íslömskum öfgamönnum. Erlent 26.7.2005 00:01
Mótmæla stefnu lögreglu Hópur mótmælenda gekk um Lundúnaborg í gær og hrópaði að lögreglunni að sú stefna hennar, að skjóta til að drepa, væri röng. Stefna lögreglunnar varð Brasilíumanninum Jean Charles de Menezes að bana en hann hljóp á brott þegar lögreglan kallaði á eftir honum að stoppa á Stockwell-lestarstöðinni í London á föstudag. Erlent 26.7.2005 00:01
Blair segir Breta hvergi hvika Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum. Lögregla upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir misheppnuðu tilræðin í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Erlent 26.7.2005 00:01
Morðingi Gogh í lífstíðarfangelsi Lífstíðardómur var í morgun kveðinn upp yfir Mohammed Bouyeri sem játaði að hafa drepið hollenska kvikmyndagerðarmanninn Theo van Gogh. Hann kvaðst myndu gera slíkt hið sama á ný, hefði hann til þess tækifæri Erlent 26.7.2005 00:01
Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn Hundruð ættingja og vina mannsins sem lögreglan í Lundúnum skaut gengu um götur heimabæjar hans í Brasilíu í gær og mótmæltu afsökunarbeiðni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sem þeir sögðu ekki vera nógu góða. Á spjöldum sem fólkið hélt á lofti stóð að breska lögreglan væru hinir raunverulegu hryðjuverkamenn. Erlent 26.7.2005 00:01
Líkur á stórslysi 1/100 Eftir um tvo tíma tekur geimskutlan Discovery á loft, að öllu óbreyttu. Það verður fyrsta ferð geimskutlu frá því að skutlan Columbia splundraðist í aðflugi fyrir tveimur árum. Líkurnar á stórslysi af því tagi í þetta sinn eru einn á móti hundrað. Erlent 26.7.2005 00:01
2 handteknir vegna Madrídarárása Franska lögreglan handtók í morgun tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í Madríd fyrir rúmu ári. Innanríkisleyniþjónustan handtók feðga í Norður-Frakklandi, skammt frá landamærunum að Belgíu, og voru þeir fluttir til Belgíu til yfirheyrslu. Erlent 26.7.2005 00:01
Geimskotið gekk vel Allt gekk snurðulaust fyrir sig nú rétt fyrir þrjú þegar geimskutlan Discovery tók á loft frá Canaveral-höfða á Flórída. Skutlan hóf þar með fyrstu ferðina frá því að Columbia fórst árið 2003. Leiðin liggur nú að alþjóðlegu geimstöðinni á sporbraut um jörðu en þangað á að flytja mannskap og vistir. Erlent 26.7.2005 00:01
Súnníar aftur með í ferlinu Súnní-Arabar hafa aftur tekið sæti sín í nefnd sem fjallar um stjórnarskrá fyrir Írak. Þeir höfðu sniðgengið nefndina í tæpa viku til að mótmæla morðum á tveimur samstarfsmanna þeirra, Súnnía sem sæti áttu í nefndinni. Erlent 25.7.2005 00:01
Lögreglan í kappi við tímann Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Erlent 25.7.2005 00:01
Vopnuð átök um helgina Til vopnaðra átaka kom í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan nú um helgina. Þetta hafa yfirmenn hersins þar í landi viðurkennt. Erlent 25.7.2005 00:01
Lestarstöð í New York rýmd Lestarstöð í Pennsylvaníu í New York í Bandaríkjunum var lokuð og stöðin rýmd í um klukkustund í gær eftir að pakka var hent í starfsmann stöðvarinnar og sagt að í væri sprengja. Erlent 25.7.2005 00:01
Drepin af ásettu ráði Lögmenn fjölskyldu kanadísks ljósmyndara, sem lést í haldi yfirvalda í Íran fyrir tveimur árum, fullyrða að ljósmyndarinn, Zahra Kazemi að nafni, hafi verið drepinn af ásettu ráði. Zahra var handtekin fyrir utan fangelsi í Tehran, höfuðborg Írans, þar sem hún var að taka myndir en margir fanganna sem þar sitja inni hafa unnið sér það eitt til saka að vera andvígir stefnu stjórnvalda í landinu. Erlent 25.7.2005 00:01
Forsetanum mótmælt Gloria Arroyo forseti Filippseyja flutti árlegt þingávarp sína í gær við allsérstæðar aðstæður. Stjórnarandstaðan var ekki viðstödd athöfnina og utan við þinghúsið voru saman komnir tugir þúsunda mótmælenda. Erlent 25.7.2005 00:01