Erlent

17 ný tilfelli af sjúkdóminum

Alls hafa nú 19 látist og 17 ný tilfelli greinst af dularfulla sjúkdóminum sem herjað hefur á bændur í suðurhluta Kína að undanförnu. Alls hafa 80 verið greindir með sjúkdóminn, sem hefur þó ekki fengið nafn, en allir virðast bændurnir hafa slátrað veikum svínum á undanförnum vikum. Heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að sjúdómurinn sé ótengdur fuglaflensunni en meira sé ekki vitað um sjúkdóminn að svo stöddu. Matvörumarkaðir víðs vegar um Kína hafa stöðvað sölu á svínakjöti en unnið er nú hörðum höndum við að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×