Erlent

Brottflutningur æfður

Yfir fimm þúsund liðsmenn öryggissveita frá Ísrael hafa nú hafið æfingar á brottflutningi landtökufólks af Gasasvæðinu og Vesturbakkanum sem hefjast í næstu viku. Búist er við að fimmtíu þúsund hermenn taki þátt í að koma um níu þúsund manns af vettvangi. Strangtrúaðir gyðingar, sem andsnúnir eru ákvörðun stjórnvalda í Ísrael hafa lagt bölvun á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sem notuð var á dögum Krists til að deyða þá sem höfðu syndgað gegn orðum Drottins. Hefðum samkvæmt geta einungis þeir sem eru giftir, yfir fertugu og með skegg tekið þátt í athöfninni. En þeir sem eru einstæðingar, höfðu skilið eða höfðu misst maka sinn voru því útilokaðir. Ekki hafa neinar fréttir borist af árangri bölvunarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×