Erlent

Betri forvarnir eru lykilatriði

Jarðskjálftinn í gær var gríðarlega öflugur, sjö komma sjö á Richter. Þarna hafa þó orðið sterkari skjálftar í gegnum tíðina, enda er Kasmírhérað á flekamótum tveggja jarðskorpufleka sem rekast saman. Til að minnka tjón og mannfall er lykilatriði að byggja betri hús og þróa betra forvarnarkerfi, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.

Erlent

Óttast að 30 þúsund hafi farist

Óttast er að meira en þrjátíu þúsund manns hafi týnt lífi í skjálftanum, sem gerir hann þann mannskæðasta í manna minnum á þessu mikla jarðskjálftasvæði.</font />

Erlent

Babi Yar minningarathöfn

Hundruð úkraínskra gyðinga fóru með bænir og kveiktu á kertum til að minnast þeirra þúsunda gyðinga sem nasistar drápu í seinni heimstyrjöldinni við Babi Yar gljúfrið.

Erlent

Nýr dýrlingur

Benedikt páfi sextándi tók þýska kardinálann Clemens August von Galen í tölu blessaðra í gær.

Erlent

Tala látinna hækkar

Enn berast fregnir af mannfalli í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan í fyrrinótt. Nýjustu fregnir herma að mannfallið hafi verið allt að 30 þúsund manns.

Erlent

Von á lausn í Þýskalandi?

Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna í Þýskalandi og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata munu ekki skrifa undir samkomulag um hvort þeirra verði næsti kanslari landsins á fundi sínum í kvöld, eins og búist var við.

Erlent

Lögregluofbeldi fest á filmu

Lögreglumenn í New Orleans börðu 64 ára gamlan mann til óbóta á laugardagskvöldið og einn lögregluþjónn réðst á sjónvarpsfréttamann frá AP fréttastofunni.

Erlent

Rúmenar verjast fuglaflensunni

Stjórnvöld í Rúmeníu auka nú aðgerðir til að berjast gegn útbreiðslu fuglaflensu í landinu. Engin ný smit hafa verið staðfest og breskir sérfræðingar vonast til þess að geta staðfest innan nokkurra daga hvort veiran sé sú sama og olli fuglaflensunni í Asíu.

Erlent

Reykingabann í Englandi

Breska ríkisstjórnin áformar að koma á reykingabanni á börum og veitingahúsum í Englandi. Áformað hafði verið að leggja á bann sem takmarkaði reykingar að einhverju leyti en samkomulag hefur nú náðst um að banna þær algjörlega.

Erlent

Harmleikur færir fjandvini saman

Talið er víst að meira en þrjátíu þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum nyrst í Pakistan á laugardaginn, langflestir í Pakistan en á Indlandi hafa hundruð manna einnig farist.

Erlent

Allir þorpsbúar fórust

Um 1.400 hundruð manns létust þegar aurskriður féllu á þorpið Panabaj í hálendi Gvatemala. Aurskriðurnar, sem eru af völdum hitabeltisstormsins Stan, féllu á miðvikudag en það var ekki fyrr en í dag sem ljóst varð hversu margir fórust.

Erlent

Stefnt að opna landamærin við Gaza

Ísraelsk og palestínsk yfirvöld vinna nú aðp samkomulagi um nýjar öryggisráðstafanir á Gaza-ströndinni svo íbúar á svæðinu geti ferðast yfir landamærin til Egyptalands.

Erlent

Hætti að leigja hermennina út

Herforingjar í rússneska hernum verða að hætta að leigja hermenn undir sinni stjórn út í verkamanna- og bændastörf. Þetta er mat ráðamanna í varnarmálaráðuneytinu rússneska sem hafa fengið sig fullsadda af fréttum af að spilltir yfirmenn láti hermenn vinna við uppskeru og byggingarstörf.

Erlent

Þúsundir látin og óttast um fleiri

Þúsundir létust þegar öflugur jarðsjálfti reið yfir Pakistan, Indland, Bangladesh og Afghanistan um klukkan níu í gærmorgun að staðartíma. Upptök skjálftans voru um hundrað kílómetra norðaustan við höfuðborg Pakistans, Islamabad, í skógivöxnum fjallahlíðum Kasmír-héraðs.

Erlent

Spenna fram á síðustu stundu

Skoðanakannanir gefa til kynna að litlu muni á fylgi þeirra Donald Tusk og Lech Kaczynski, tveggja helstu frambjóðendanna, í pólsku forsetakosningunum sem fara fram á morgun. Tusk hefur þó naumt forskot á Kaczynski samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni. Hvorugur er þó líklegur til að fá helming atkvæða sem þarf til tryggja sér sigur.

Erlent

Stálu kreditkortanúmerum

Hollenska lögreglan hefur handtekið þrjá menn, grunaða um að hafa brotist inn í meira en eitt hundrað þúsund einkatölvur um allan heim og stolið þannig kreditkortanúmerum og upplýsingum um bankareikninga.

Erlent

Sjö létust í sjálfsmorðsárás

Sjö létu lífið í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrir stundu. Árásarmaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefnum að hópi lögreglumanna og sprengdi sig í loft upp. Einn lögreglumaður og sex óbreyttir borgarar létust í árásinni. Tíu lögreglumenn og sex óbreyttir borgarar særðust í árásinni.

Erlent

Flugferðum aflýst

Hundrað þrjátíu og átta flugferðum hefur verið frestað eða aflýst og þúsundir farþega eru strandaglópar á Leonardo Da Vinci flugvellinum í Róm.

Erlent

400 börn létust í skólum sínum

Fjögur hundruð börn létu lífið þegar tveir skólar í Pakistan hrundu í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan. Skólarnir eru báðir í Mansehra héraði í norðvesturhluta Pakistans. Óttast er að um þúsund manns hafi látist á þeim slóðum.

Erlent

2000 fuglar drápust

Um tvö þúsund fuglar drápust á einni nóttu í Tyrklandi úr hinni skæðu fuglaflensu. Fuglarnir voru í eigu bónda sem býr í þorpi í vesturhluta Tyrklands.

Erlent

Hundruð smábarna með matareitrun

Um 360 leik-skólabörn í vesturhluta Úkraínu hafa verið lögð inn á spítala vegna matareitrunar. Að minnsta kosti fjögur barnanna voru alvarlega veik.

Erlent

Snarpasti skjálftinn í heila öld

"Þetta var öflugasti jarðskjálfti sem hefur riðið yfir svæðið síðustu hundrað árin," sagði Qamar Uz Zaman, framkvæmdastjóri pakistönsku Jarðfræðistofnunarinnar, í viðtali á CNN um jarðskjálftann sem reið yfir hluta Pakistans, Indlands og Afganistans síðustu nótt.

Erlent

Ríkið látið borga

Ríkið greiddi farsímareikninga Lone Dybkjær, eiginkonu Pouls Nyrups Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, á meðan hann gegndi því embætti.

Erlent

Sex þorp í sóttkví

Yfirvöld í Rúmeníu hafa tilkynnt um fleiri tilfelli hættulegrar fuglaflensu í dag. Byrjað er að slátra fuglum í hundraðatali tl að koma í veg fyrir að veiran breiðist út.

Erlent

Fuglaflensa í Tyrklandi

Um tvö þúsund kalkúnar drápust af völdum fuglaflensu í vesturhluta Tyrklands. Mehdi Eker landbúnaðarráðherra sagði frá þessu í sjónvarpsviðtali í dag en sagði yfirvöld þegar hafa gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Hann sagði stjórnvöld hafa stjórn á fuglaflensunni.

Erlent

Svarar gagnrýni fullum hálsi

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, segist viss um að hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann jók öryggisgæslu til muna í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar í gær og í fyrradag eftir að hafa fengið einhvers konar ábendingu um yfirvofandi hryðjuverk. Hann hafi ekki hrætt borgarbúa að óþörfu.

Erlent

Einn öflugasti skjálfti sögunnar

Jarðskjálftinn sem reið yfir Pakistan, Afganistan og norðurhluta Indlands í nótt er einn sá öflugasti sem sögur fara af á þessu þéttbýla landsvæði. Alþjóðleg björgunarsveit Landsbjargar er tilbúin að halda utan um leið og óskað er.

Erlent

Á þriðja hundrað talin af

Í það minnsta 250 manns hafa farist í flóðunum í Mið-Ameríku undanfarna daga. Þar af fórust fimmtíu manns í aurskriðu í Gvatemala í vikunni.

Erlent